Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 09:00 Þessir leikmenn New England Patriots voru sáttir í leikslok. Vísir/AP New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira