Sport

Þegar Michael Jackson breytti hálfleikssýningu Super Bowl

Hálfleikssýning Super Bowl-leiksins dregur alltaf fjölmarga að sjónvarpstækinu.

Það var ekki fyrr en árið 1993 sem hálfleikur leiksins varð að hálfleikssýningu. Konungur poppsins, Michael Jackson, breytti því.

Það var þó ekki þrautalaust að fá Jackson til þess að troða upp á þessum stóra íþróttaviðburði.

Eftir mánaðarsamningaviðræður, sem ekkert gengu, var Jackson bent á að sýningin væri send út til 120 landa. Þá fékk söngvarinn alvöru áhuga.

„Þú ert að segja mér að þessi sýning verði sýnd beint á stöðum þar sem ég mun aldrei geta haldið tónleika?" sagði Jackson og eftir það var ekki aftur snúið.

Jackson er sagður hafa undirbúið sig lengur og betur en nokkur annar sem hefur tekið þetta verkefni að sér. Hann var enn að æfa skömmu áður en hann steig á svið.

Endalokin á atriði hans náði augum fleiri sjónvarpsáhorfenda en áður hafði gerst í sjónvarpssögunni.

Katy Perry mun sjá um hálfleikssýninguna að þessu sinni en hér að ofan má sjá sýningu Jackson.

Super Bowl verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöld.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×