Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 107-99 | Framlengt í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar hirtu stigin Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 29. janúar 2015 18:30 Stefan Bonneau. Vísir/Stefán Njarðvík sigraði Tindastól í Ljónagryfjunni fyrr í kvöld eftir æsispennandi leik sem fór í framlengingu. Heimamenn leiddu með 12 stigum í upphafi fjórða leikhluta en Tindastóll sýndi mikla elju og vann muninn upp og voru lokamínútur leiksins æsispennandi og náðu gestirnir að komast yfir en heimamenn jöfnuðu metin og því framlengt. Lokatölur urðu 107-99 Njarðvík í vil. Leikurinn byrjaði rólega í stigaskori beggja liða en bæði lið sýndu þeim mun betri varnarleik. Var það þróun fyrsta leikhluta þangað til þangað til um tvær mínútur voru eftir þá settu bæði lið meiri kraft í sóknarleikinn og skoruðu 10 og 9 stig en heimamenn voru atkvæðameiri. Staðan var 20-19 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn undirtökunum, þeir byrjuðu að loka betur á Stólana sem gekk erfiðlega að koma boltanum í körfuna á meðan Njarðvíkingar sölluðu niður þriggja stiga skotum með Stefan Bonneaur fremstan í flokki en kappinn var kominn með 23 stig í hálfleik. Forskot heimamanna jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á fjórðunginn og þegar upp flautað var til háfleiks var staðan 55-40 Njarðvíkingum í vil. Þeirra aðalmaður Myron Dempsey hafði byrjað leikinn sterkt en skoraði einungis fjögur stig í öðrum leikhluta og munar þar um minna. Tindastóll kom út í seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust á 10-3 sprett á fyrstu mínútunum. Stolnir boltar léku þar lykilhlutverk í sprettinum en Njarðvíkingar vöknuðu af værum blundi og náðu að svara fyrir sig með næstu 6 stigum. Þannig var saga þriðja leikhluta en liðin skiptust á að komast á litla spretti og mótherjinn svaraði um hæl með litlum spretti sömuleiðis. Þannig náði Njarðvík að viðhalda 10-15 stig forskoti út fjórðunginn og leiddu með 12 stigum þegar fjórði leikhluti hófst. Njarðvíkingar misstu leikinn úr höndunum á sér í fjórða leikhluta, Stólarnir gengu á lagið og jafnt og þétt náðu þeir að saxa niður forskot heimamanna. Gestirnir náðu að jafna metin þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Darrel Flake kom síðan Stólunum yfir með þriggja stiga körfu en hinn ungi Ragnar Friðriksson svaraði um hæl og jafnaði metin. Stólarnir náðu ekki að nýta síðustu sókn leiksins og því þurfti að framlengja leikinn. Liðin skiptust á að skora körfu í upphafi framlengingar og spennan í algleymingi en þegar rúm mínúta var eftir af leiknum setti Hjörtu Hrafn Einarsson niður risastóra þriggja stiga körfu og kom heimamönnum í fimm stiga forskot. Eftir byrjuðu gestirnir að brjóta á Njarðvíkingum til að freista þess að þeir klikkuðu á skotum sínum en heimamenn sýndu mikla yfirvegun á línunni og kláruðu leikinn. Besti maður vallarins var Stefan Bonneaur hjá Njarðvík en hann skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að gefa átta stoðsendingar og rífa niður níu fráköst. Hjá gestunum var reynsluboltinn Darrel Lewis atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst. Njarðvíkingar náðu með sigrinum að hoppa upp fyrir Keflvíkinga og Snæfellinga og minnka bilið í Tindastól í fjögur stig í fjórða sæti.Stefan Bonneaur: Munum læra mikið af þessum leik Besti maður vallarins Stefan Bonneaur var að vonum mjög ánægður með sinn leik og sigur sinna manna en sagðist vera ansi þreyttur í leiks lok enda hafði verið mikið að gera hjá honum. „Fyrstu þrjá leikhlutana spiluðum við okkar leik, með miklum krafti og góða vörn en í fjórða leikhluta slökuðum við á og hleyptum þeim inn í leikinn. Við náðum samt sem áður að berja okkur saman fyrir framlenginguna og ná sigrinum þrátt fyrir slakan fjórða leikhluta.“ Hann var spurður hvort að þessi úrslit yrðu ekki gott veganesti upp á framhaldið en Njarðvíkingar hafa átt í erfiðleikum með að loka leikjum þar sem þeir hafa náð forskoti í vetur. „Við munum læra mikið af þessum leik, það þýðir ekkert að slaka á í leikjum í þessari deild. Öll lið hafa hæfileika og ef þeim er gefinn séns þá sigra þau. Við þurfum að læra að spila í 40 mínútur í hverjum leik.“Helgi Rafn Viggóson: Klaufar að klára þetta ekki í venjulegum leiktíma Það var að vonum mikið svekkelsi í andliti Helga Rafns Viggósonar þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik kvöldsins. „Þetta var mikill klaufaskapur hjá okkur í kvöld, við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik og leyfum þeim að skora 55 stig sem er alltof mikið. Við vorum heppnir að vera ekki meira undir í hálfleik.“ Helgi var spurður hvort orkan í Tindastólsmönnum hafi verið á þrotum í framlengingu en þeir sýndu mikla baráttu í að vinna upp forskot heimamanna. „Við vorum frekar óheppnir í framlengingunni og áttum við að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma en það var klaufaskapur að klára þetta ekki.“ Um framhaldið sagði Helgi, „Þetta er bara einn leikur og það er áfram gakk, bikarleikur næst sem er mjög mikilvægur leikur. Við höldum áfram og lærum af þessu enda vissum við að Njarðvíkingar væru með hörkulið og það er erfitt að koma í Ljónagryfjuna.“Njarðvík - Tindastóll: Bein textalýsingFramlenging | 107-99: Stólarnir misnotuðu skot og Njarðvíkingar fengu hraðaupphlaup og kláruðu leikinn. Rosalegur leikur.Framlenging | 105-99: Stefan Bonneaur setti niður tvö víti þegar 20 sek. voru eftir og þá var munurinn orðinn 6 stig. Stólarnir taka leikhlé.Framlenging | 103-99: Þristur frá Stólunum og brotið strax á eftir. Hjörtur aftur á línunni en nýtir bara eitt. 44 sek. eftir.Framlenging | 102-96: Gestirnir nýttu bara eitt af tveimur vítum og brutu síðan í frákastabaráttunni. Hjörtur setti niður tvö víti. 55 sek. eftir.Framlenging | 100-95: Hjörtur Einarsson var jafnvel að fara langt með þennan leik. Þristur og munurinn er fimm stig. 1:05 eftir.Framlenging | 97-95: Bonneaur er kominn með 42 stig en hann kemur heimamönnum aftur yfir. 1:39 eftir.Framlenging | 95-95: Bonneaur nýtir tvö víti og kemur heimamönnum yfir en Stólarnir svara um hæl. 1:50 eftir.Framlenging | 93-93: Skipst er á körfum, Bonneaur hefur snúið aftur inn á. 2:30 eftir og það er enn jafnt.Framlenging | 91-89: Darrel Lewis er að misnota eitt af tveimur vítum það gæti orðið dýrt. 3:24 eftir.Framlenging | 91-88: Ragnar Friðriksson sýnir að hann er enginn aukvissi og neglir niður þrist þegar fjórar mínútur eru eftir.Framlenging | 88-88: Framlengingin er hafin og Logi Gunnarsson fremur sóknarvillu og fær sína fimmtu villu. 4:42 eftir.4. leikhluti | 88-88: Stólarnir héldu í sókn og létu klukkuna líða og freistuðu þess að skora síðustu körfuna en skot Darrell Lewis geigaði og Njarðvíkingar náðu ekki lokaskoti. Það er því framlengt í Ljónagryfjunni. Rafmögnuð spenna.4. leikhluti | 88-88: Darrel Flake kom gestunum yfir með þrist en Ragnar Friðriksson jafnaði um leið, þetta var rosalegt. Leikhlé þegar 21 sekúnda er eftir. Þvílík og önnur eins spenna. Maður er í yfirvinnu hérna.4. leikhluti | 85-85: Stólarnir eru búnir að jafna og það er mínúta eftir af leiknum. Þristur.4. leikhluti | 85-82: Dempsey nýtti hvorugt vítið sem hann fékk en Njarðvíkingar tapa boltanum. 1:25 eftir.4. leikhluti | 85-82: Logi Gunnarss. var að setja niður risastóra körfu fyrir heimamenn og auka muninn í þrjú stig aftur þegar 1:42 eru eftir. Gestirnir taka leikhlé og ræða málin.4. leikhluti | 83-82: Darrel Lewis var að minnka muninn í eitt stig og í næstu sókn heimamanna missteig Bonneaur sig og það lítur ekki vel út að hann klári leikinn. 2:15 eftir og endurkoma gestanna er nærrum því fullkomnuð.4. leikhluti | 83-80: Klaufaskapur heimamanna mikill þessa stundina Logi Gunnarss. klúðraði tveimur vítum en Njarðvík náði sóknarfrákasti en það var dæmt skref. 3:32 eftir.4. leikhluti | 83-80: Heimamenn bættu tveimur stigum í sarpinn en Stólarnir svöruðu með þrist. Munurinn er þrjú stig og hefur ekki verið svona lítill síðan í fyrsta leikhluta. 3:54 eftir.4. leikhluti | 81-77: Stólarnir settu niður þrist og munurinn er fjögur stig og 5:06 eftir.4. leikhluti | 81-74: Þetta verða spennandi lokamínútur Darrel Flake var að skora og minnka muninn í sjö stig þegar 5:20 eru eftir.4. leikhluti | 81-72: Stólarnir settu niður þriggja stiga körfu og komu muninum í 7 stig. Í næstu sókn heimamanna var dæmd villa og var Bonnearu í þriggja stiga skoti og fékk þ.a.l. þrjú skot. Í mótmælunum var dæmd tæknivilla á bekk gestana og þaðan kom eitt víti í viðbót og fóru þau öll ofan í. Sókn heimamanna klikkaði síðan og Stólarnir skoruðu úr sinni sókn. 6:16 eftir.4. leikhluti | 77-67: Myron Dempsey var að fá sína fjórðu villu og eru það miður góðar fréttir fyrir gestina. 7:19 eftir.4. leikhluti | 77-67: Gestirnir eiga næstu fjögur stig og munurinn aftur kominn niður í 10 stig. 8:30 eftir.4. leikhluti | 77-63: Seinustu 10 mínúturnar eru farnar af stað og heimamenn eru fyrri á blað. 9:40 eftir.3. leikhluti | 75-63: Þriðja fjórðung er lokið. Þessi leikur gengur í bylgjum, annað liðið setur nokkur stig án þess að mótherjinn nái að svara og þá svarar hitt liðið með sama hætti. Það hentar heimamönnum betur en þeir hafa haft 10-15 stiga forskoti í gegnum fjórðunginn. Flottur körfuboltaleikur er það sem áhorfandinn fær fyrir aðgangseyrinn.3. leikhluti | 71-61: Darrel Lewis ýnir góða takta þarna og ná Stólarnir að minnka muninn í 10 stig þegar 1:30 eru eftir.3. leikhluti | 71-58: Stólarnir tapa tveimur boltum með stuttu millibili, vörn heimamanna er aftur orðin áköf og nýta þeir sér það á sóknarhelmingnum og halda 15 stiga forskoti. 2:20 eftir.3. leikhluti | 68-54: Bonneaur fékk þrjú víti og nýtti þau öll, Dempsey náði að setja niður boltann á hinum endanum fá villu en vannýta vítið. 14 stig forskot heimamanna. 4:13 eftir.3. leikhluti | 65-52: Njarðvíkingar ná að setja fimm stig í röð áður en Tindastóll svarar fyrir sig og bæta síðan við tveimur stigum í viðbót, Njarðvíkingar þ.e.a.s. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 58-50: Stólarnir nýttu bæði vítin og þar var að verki Pétur Birgisson og bættu síðan tveimur stigum í sarpinn og eru á 10-2 spretti í upphafi seinni hálfleiks. 7:28 eftir.3. leikhluti | 58-46: Tindastóll stelur þriðja boltanum og í pirring þá fær Bonneaur á sig óíþróttamannslega villu og heimamenn taka leikhlé þegar 7:38 eru eftir.3. leikhluti | 58-44: Heimamenn komast á blað með þriggja stiga körfu en Stólarnir fljótir að svar með tveimur stigum. Það hentar heimamönnum ef skipst verður á körfum í seinni hálfleik. 8:07 eftir.3. leikhluti | 55-42: Stólarnir ákveðnir á fyrstu mínútunni og ná að stela boltanum tvisvar af heimamönnum. Ná ekki að nýta nema annað skiptið. 9:08 eftir.3. leikhluti | 55-40: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:59 eftir.2. leikhluti | 55-40: Liðin skiptust á körfum á lokamínútunni en það er kominn hálfleikur, mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar náðu undirtökunum í öðrum fjórðung og var það á bak við ansi góða þriggja stiga skotnýtingu ásamt góðum varnarleik. 15 stiga forskot heimamanna í hálfleik.2. leikhluti | 51-38: Jahérna, mikið er í gangi núna. Logi Gunnarsson missti boltann frá sér að miðjunni en náði honum aftur en skotklukkan var að líða út. Hann henti boltanum upp og hann rataði ofan í. Njarðvíkingar náðu síðan boltanum aftur og brotið var á Bonneaur og var mikil reikistefna um að Dempsey hefði framið svokallað goaltend, það var ekki að mati dómaranna en Bonneaur nýtti vítið. Stólarnir svöruðu síðan en Logi setti niður enn einn þristinn og munurinn er 16 stig. 1 mínúta eftir.2. leikhluti | 43-31: Stólarnir náðu að minnka muninn aftur niður í 10 stig en heimamenn svara að bragði. 2:29 eftir.2. leikhluti | 41-28: Enn einn þristurinn frá Njarðvík munurinn er orðinn 13 stig fyrir heimamenn og 3:36 til hálfleiks. Skot gestanna vilja ekki ofan í þessa stundina.2. leikhluti | 38-28: Frábær varnartilþrif frá Bonneaur. Hann elti upp leikmann Tindastóls og varði skot hans í spjaldið í hraðaupphlaupi. Hann var með hausinn við hringinn, hann er 179 cm. Þvílíkur kraftur. Leikhlé tekið þegar 4:31 er til hálfleiks.2. leikhluti | 38-28: Tindastóll setur niður þrist en heimamenn svara í sömu mynt. 4:49 eftir.2. leikhluti | 35-25: Stefan Bonneaur er heldur betur heitur fyrir utan hann hefur sett niður þrjá þrista í röð og kominn með 16 stig í heild. Tindastóll nær að bætavið körfu áður en Virijevic rífur niður sóknarfrákast fyrir heimamenn og eykur muninn aftur í 10 stig. 5:50 eftir.2. leikhluti | 30-21: Gestirnir eru að fá fleiri tækifæri í sóknarleik sínum, búnir að ná 9 sóknarfráköstum það sem af er en ná ekki að nýta þau tækifæri. Það gæti verið dýrt í lok leiks. Heimamenn bæta við stigum. 7:22 eftir.2. leikhluti | 28-21: Stemmningin er með heimamönnum núna, þeir unnu boltann og Bonneaur boraði niður þrist með mann í andlitinu, nánast bókstaflega. 7:55 eftir.2. leikhluti | 25-21: Heimamenn bættu við körfu og stálu síðan boltanum strax aftur og Snorri Hafsteinsson náði sér í ferð á vítalínuna þar sem eitt víti fór ofan í. 8:35 eftir.2. leikhluti | 22-21: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn skora fyrstu körfuna en Tindastóll svarar eftir að hafa náð 2 sóknarfráköstum. 9:17 eftir.1. leikhluti | 20-19: Tindastóll skoraði fjögur stig án þess að heimamenn svöruðu en þeir áttu lokasóknina og fengu tvö víti þegar 1 sekúnda var eftir. Stefan Bonneur fór á línuna og nýtti bæði vítin. Gestirnir náðu ekki skoti og Njarðvík leiðir með einu stigi. Stigaskorun tók kipp undir lok fjórðungsins en varnir liðana hafa verið sterkar.1. leikhluti | 18-15: Darrel Flake var snöggur að svara þriggja stiga körfu heimamanna með samskonar körfu. Bonneur geystist þá upp völlinn og lagði boltann ofan. Villa var dæmd og hann nýtti vítið. 1:36 eftir.1. leikhluti | 15-12: Þá setja heimamenn niður fimm stig í röð og komast þremur yfir. Bonneur var að enda við að negla niður þrist. 2:04 eftir.1. leikhluti | 10-12: Varnarleikurinn hefur verið til fyrirmyndar í upphafi leiks. Myron Dempsey hefur skorað 8 af 12 sstigum gestanna. 2:50 eftir.1. leikhluti | 10-10: Heimamenn náðu tveimur stoppum en nýttu það ekki til fullustu og staðan er jöfn. 4:02 eftir.1. leikhluti | 8-8: Heimamenn komust mest í 8-2 en Stólarnir voru fljótir að jafna metin. Bæði lið hafa sýnt flotta varnartilburði hingað til. 5:30 eftir.1. leikhluti | 6-2: Ekki mikið skorað fyrstu mínúturnar en Hjörtur Einarsson var að setja niður skot fyrir heimamenn, fá villu og nýta vítaskotið. 7:24 eftir.1. leikhluti | 3-2: Gestirnir voru fyrri á blað, Dempsey setti niður sniðskot en Ágúst Orrason var fljótur að svara með þriggja stiga körfu. 8:13 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, gestirnir ná uppkastinu og hefja sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Myron Dempsey er aðalspaðinn í tölfræðideildinni hjá Tindastól. Hann hefur skorað 23,4 stig að meðaltali og hirt 10,4 fráköst að meðaltali. Það er svipað frákastamagn og Mirko Stefán Virijevic hirðir í leik hjá Njarðvík, 10,8 fráköst. Eins og við segjum frá að neðan þá er Stefan Bonneur að skora 31 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum sínum.Fyrir leik: Njarðvíkingar ætla að bjóða upp á "show" í leikmannakynningu sinni. Góður partur af yngri flokkum félagsins hafa stillt sér upp í kringum vallarhelming heimamanna og eru þau öll klædd grænu. Þetta verður eitthvað.Fyrir leik: Kaffið í Ljónagryfjunni er til fyrirmyndar, gott ef það er ekki möndlukeimur bæði í nefi og bragði. Til fyrirmyndar.Fyrir leik: Eins og segir hér að ofan þá varð Tindastóll fyrsta liðið í vetur til að vinna ógnarsterkt lið KR-inga í seinustu umferð. Njarðvíkingar, í síðustu umferð, gerðu góða ferð í höfuðborgina og sóttu sigur í Breiðholtið þar sem heimamenn í ÍR voru fórnarlömbin. Leikurinn endaði 85-91 fyrir Njarðvík.Fyrir leik: Stólarnir hafa unnið alla sjö leiki sína á heimavelli í vetur en liðið hefur hinsvegar tapað tveimur síðustu útileikjum sínum á móti Haukum og Þór úr Þorlákshöfn.Fyrir leik: Stefan Bonneau hefur skorað 31,0 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum sínum með Njarðvík en eftir tap í fyrsta leiknum á móti KR hefur liðið unnið tvo þá síðustu á móti Fjölni og ÍR.Fyrir leik: Tindastóll vann ellefu stiga sigur á Njarðvík í fyrri leik liðanna á Króknum, 86-75, eftir að hafa verið 19 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.Stefán Virijevic1. leikhluti | 20-19: Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Njarðvík sigraði Tindastól í Ljónagryfjunni fyrr í kvöld eftir æsispennandi leik sem fór í framlengingu. Heimamenn leiddu með 12 stigum í upphafi fjórða leikhluta en Tindastóll sýndi mikla elju og vann muninn upp og voru lokamínútur leiksins æsispennandi og náðu gestirnir að komast yfir en heimamenn jöfnuðu metin og því framlengt. Lokatölur urðu 107-99 Njarðvík í vil. Leikurinn byrjaði rólega í stigaskori beggja liða en bæði lið sýndu þeim mun betri varnarleik. Var það þróun fyrsta leikhluta þangað til þangað til um tvær mínútur voru eftir þá settu bæði lið meiri kraft í sóknarleikinn og skoruðu 10 og 9 stig en heimamenn voru atkvæðameiri. Staðan var 20-19 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn undirtökunum, þeir byrjuðu að loka betur á Stólana sem gekk erfiðlega að koma boltanum í körfuna á meðan Njarðvíkingar sölluðu niður þriggja stiga skotum með Stefan Bonneaur fremstan í flokki en kappinn var kominn með 23 stig í hálfleik. Forskot heimamanna jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á fjórðunginn og þegar upp flautað var til háfleiks var staðan 55-40 Njarðvíkingum í vil. Þeirra aðalmaður Myron Dempsey hafði byrjað leikinn sterkt en skoraði einungis fjögur stig í öðrum leikhluta og munar þar um minna. Tindastóll kom út í seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust á 10-3 sprett á fyrstu mínútunum. Stolnir boltar léku þar lykilhlutverk í sprettinum en Njarðvíkingar vöknuðu af værum blundi og náðu að svara fyrir sig með næstu 6 stigum. Þannig var saga þriðja leikhluta en liðin skiptust á að komast á litla spretti og mótherjinn svaraði um hæl með litlum spretti sömuleiðis. Þannig náði Njarðvík að viðhalda 10-15 stig forskoti út fjórðunginn og leiddu með 12 stigum þegar fjórði leikhluti hófst. Njarðvíkingar misstu leikinn úr höndunum á sér í fjórða leikhluta, Stólarnir gengu á lagið og jafnt og þétt náðu þeir að saxa niður forskot heimamanna. Gestirnir náðu að jafna metin þegar mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Darrel Flake kom síðan Stólunum yfir með þriggja stiga körfu en hinn ungi Ragnar Friðriksson svaraði um hæl og jafnaði metin. Stólarnir náðu ekki að nýta síðustu sókn leiksins og því þurfti að framlengja leikinn. Liðin skiptust á að skora körfu í upphafi framlengingar og spennan í algleymingi en þegar rúm mínúta var eftir af leiknum setti Hjörtu Hrafn Einarsson niður risastóra þriggja stiga körfu og kom heimamönnum í fimm stiga forskot. Eftir byrjuðu gestirnir að brjóta á Njarðvíkingum til að freista þess að þeir klikkuðu á skotum sínum en heimamenn sýndu mikla yfirvegun á línunni og kláruðu leikinn. Besti maður vallarins var Stefan Bonneaur hjá Njarðvík en hann skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að gefa átta stoðsendingar og rífa niður níu fráköst. Hjá gestunum var reynsluboltinn Darrel Lewis atkvæðamestur með 28 stig og 10 fráköst. Njarðvíkingar náðu með sigrinum að hoppa upp fyrir Keflvíkinga og Snæfellinga og minnka bilið í Tindastól í fjögur stig í fjórða sæti.Stefan Bonneaur: Munum læra mikið af þessum leik Besti maður vallarins Stefan Bonneaur var að vonum mjög ánægður með sinn leik og sigur sinna manna en sagðist vera ansi þreyttur í leiks lok enda hafði verið mikið að gera hjá honum. „Fyrstu þrjá leikhlutana spiluðum við okkar leik, með miklum krafti og góða vörn en í fjórða leikhluta slökuðum við á og hleyptum þeim inn í leikinn. Við náðum samt sem áður að berja okkur saman fyrir framlenginguna og ná sigrinum þrátt fyrir slakan fjórða leikhluta.“ Hann var spurður hvort að þessi úrslit yrðu ekki gott veganesti upp á framhaldið en Njarðvíkingar hafa átt í erfiðleikum með að loka leikjum þar sem þeir hafa náð forskoti í vetur. „Við munum læra mikið af þessum leik, það þýðir ekkert að slaka á í leikjum í þessari deild. Öll lið hafa hæfileika og ef þeim er gefinn séns þá sigra þau. Við þurfum að læra að spila í 40 mínútur í hverjum leik.“Helgi Rafn Viggóson: Klaufar að klára þetta ekki í venjulegum leiktíma Það var að vonum mikið svekkelsi í andliti Helga Rafns Viggósonar þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik kvöldsins. „Þetta var mikill klaufaskapur hjá okkur í kvöld, við spiluðum enga vörn í fyrri hálfleik og leyfum þeim að skora 55 stig sem er alltof mikið. Við vorum heppnir að vera ekki meira undir í hálfleik.“ Helgi var spurður hvort orkan í Tindastólsmönnum hafi verið á þrotum í framlengingu en þeir sýndu mikla baráttu í að vinna upp forskot heimamanna. „Við vorum frekar óheppnir í framlengingunni og áttum við að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma en það var klaufaskapur að klára þetta ekki.“ Um framhaldið sagði Helgi, „Þetta er bara einn leikur og það er áfram gakk, bikarleikur næst sem er mjög mikilvægur leikur. Við höldum áfram og lærum af þessu enda vissum við að Njarðvíkingar væru með hörkulið og það er erfitt að koma í Ljónagryfjuna.“Njarðvík - Tindastóll: Bein textalýsingFramlenging | 107-99: Stólarnir misnotuðu skot og Njarðvíkingar fengu hraðaupphlaup og kláruðu leikinn. Rosalegur leikur.Framlenging | 105-99: Stefan Bonneaur setti niður tvö víti þegar 20 sek. voru eftir og þá var munurinn orðinn 6 stig. Stólarnir taka leikhlé.Framlenging | 103-99: Þristur frá Stólunum og brotið strax á eftir. Hjörtur aftur á línunni en nýtir bara eitt. 44 sek. eftir.Framlenging | 102-96: Gestirnir nýttu bara eitt af tveimur vítum og brutu síðan í frákastabaráttunni. Hjörtur setti niður tvö víti. 55 sek. eftir.Framlenging | 100-95: Hjörtur Einarsson var jafnvel að fara langt með þennan leik. Þristur og munurinn er fimm stig. 1:05 eftir.Framlenging | 97-95: Bonneaur er kominn með 42 stig en hann kemur heimamönnum aftur yfir. 1:39 eftir.Framlenging | 95-95: Bonneaur nýtir tvö víti og kemur heimamönnum yfir en Stólarnir svara um hæl. 1:50 eftir.Framlenging | 93-93: Skipst er á körfum, Bonneaur hefur snúið aftur inn á. 2:30 eftir og það er enn jafnt.Framlenging | 91-89: Darrel Lewis er að misnota eitt af tveimur vítum það gæti orðið dýrt. 3:24 eftir.Framlenging | 91-88: Ragnar Friðriksson sýnir að hann er enginn aukvissi og neglir niður þrist þegar fjórar mínútur eru eftir.Framlenging | 88-88: Framlengingin er hafin og Logi Gunnarsson fremur sóknarvillu og fær sína fimmtu villu. 4:42 eftir.4. leikhluti | 88-88: Stólarnir héldu í sókn og létu klukkuna líða og freistuðu þess að skora síðustu körfuna en skot Darrell Lewis geigaði og Njarðvíkingar náðu ekki lokaskoti. Það er því framlengt í Ljónagryfjunni. Rafmögnuð spenna.4. leikhluti | 88-88: Darrel Flake kom gestunum yfir með þrist en Ragnar Friðriksson jafnaði um leið, þetta var rosalegt. Leikhlé þegar 21 sekúnda er eftir. Þvílík og önnur eins spenna. Maður er í yfirvinnu hérna.4. leikhluti | 85-85: Stólarnir eru búnir að jafna og það er mínúta eftir af leiknum. Þristur.4. leikhluti | 85-82: Dempsey nýtti hvorugt vítið sem hann fékk en Njarðvíkingar tapa boltanum. 1:25 eftir.4. leikhluti | 85-82: Logi Gunnarss. var að setja niður risastóra körfu fyrir heimamenn og auka muninn í þrjú stig aftur þegar 1:42 eru eftir. Gestirnir taka leikhlé og ræða málin.4. leikhluti | 83-82: Darrel Lewis var að minnka muninn í eitt stig og í næstu sókn heimamanna missteig Bonneaur sig og það lítur ekki vel út að hann klári leikinn. 2:15 eftir og endurkoma gestanna er nærrum því fullkomnuð.4. leikhluti | 83-80: Klaufaskapur heimamanna mikill þessa stundina Logi Gunnarss. klúðraði tveimur vítum en Njarðvík náði sóknarfrákasti en það var dæmt skref. 3:32 eftir.4. leikhluti | 83-80: Heimamenn bættu tveimur stigum í sarpinn en Stólarnir svöruðu með þrist. Munurinn er þrjú stig og hefur ekki verið svona lítill síðan í fyrsta leikhluta. 3:54 eftir.4. leikhluti | 81-77: Stólarnir settu niður þrist og munurinn er fjögur stig og 5:06 eftir.4. leikhluti | 81-74: Þetta verða spennandi lokamínútur Darrel Flake var að skora og minnka muninn í sjö stig þegar 5:20 eru eftir.4. leikhluti | 81-72: Stólarnir settu niður þriggja stiga körfu og komu muninum í 7 stig. Í næstu sókn heimamanna var dæmd villa og var Bonnearu í þriggja stiga skoti og fékk þ.a.l. þrjú skot. Í mótmælunum var dæmd tæknivilla á bekk gestana og þaðan kom eitt víti í viðbót og fóru þau öll ofan í. Sókn heimamanna klikkaði síðan og Stólarnir skoruðu úr sinni sókn. 6:16 eftir.4. leikhluti | 77-67: Myron Dempsey var að fá sína fjórðu villu og eru það miður góðar fréttir fyrir gestina. 7:19 eftir.4. leikhluti | 77-67: Gestirnir eiga næstu fjögur stig og munurinn aftur kominn niður í 10 stig. 8:30 eftir.4. leikhluti | 77-63: Seinustu 10 mínúturnar eru farnar af stað og heimamenn eru fyrri á blað. 9:40 eftir.3. leikhluti | 75-63: Þriðja fjórðung er lokið. Þessi leikur gengur í bylgjum, annað liðið setur nokkur stig án þess að mótherjinn nái að svara og þá svarar hitt liðið með sama hætti. Það hentar heimamönnum betur en þeir hafa haft 10-15 stiga forskoti í gegnum fjórðunginn. Flottur körfuboltaleikur er það sem áhorfandinn fær fyrir aðgangseyrinn.3. leikhluti | 71-61: Darrel Lewis ýnir góða takta þarna og ná Stólarnir að minnka muninn í 10 stig þegar 1:30 eru eftir.3. leikhluti | 71-58: Stólarnir tapa tveimur boltum með stuttu millibili, vörn heimamanna er aftur orðin áköf og nýta þeir sér það á sóknarhelmingnum og halda 15 stiga forskoti. 2:20 eftir.3. leikhluti | 68-54: Bonneaur fékk þrjú víti og nýtti þau öll, Dempsey náði að setja niður boltann á hinum endanum fá villu en vannýta vítið. 14 stig forskot heimamanna. 4:13 eftir.3. leikhluti | 65-52: Njarðvíkingar ná að setja fimm stig í röð áður en Tindastóll svarar fyrir sig og bæta síðan við tveimur stigum í viðbót, Njarðvíkingar þ.e.a.s. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 58-50: Stólarnir nýttu bæði vítin og þar var að verki Pétur Birgisson og bættu síðan tveimur stigum í sarpinn og eru á 10-2 spretti í upphafi seinni hálfleiks. 7:28 eftir.3. leikhluti | 58-46: Tindastóll stelur þriðja boltanum og í pirring þá fær Bonneaur á sig óíþróttamannslega villu og heimamenn taka leikhlé þegar 7:38 eru eftir.3. leikhluti | 58-44: Heimamenn komast á blað með þriggja stiga körfu en Stólarnir fljótir að svar með tveimur stigum. Það hentar heimamönnum ef skipst verður á körfum í seinni hálfleik. 8:07 eftir.3. leikhluti | 55-42: Stólarnir ákveðnir á fyrstu mínútunni og ná að stela boltanum tvisvar af heimamönnum. Ná ekki að nýta nema annað skiptið. 9:08 eftir.3. leikhluti | 55-40: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem hefja leik. 9:59 eftir.2. leikhluti | 55-40: Liðin skiptust á körfum á lokamínútunni en það er kominn hálfleikur, mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Njarðvíkingar náðu undirtökunum í öðrum fjórðung og var það á bak við ansi góða þriggja stiga skotnýtingu ásamt góðum varnarleik. 15 stiga forskot heimamanna í hálfleik.2. leikhluti | 51-38: Jahérna, mikið er í gangi núna. Logi Gunnarsson missti boltann frá sér að miðjunni en náði honum aftur en skotklukkan var að líða út. Hann henti boltanum upp og hann rataði ofan í. Njarðvíkingar náðu síðan boltanum aftur og brotið var á Bonneaur og var mikil reikistefna um að Dempsey hefði framið svokallað goaltend, það var ekki að mati dómaranna en Bonneaur nýtti vítið. Stólarnir svöruðu síðan en Logi setti niður enn einn þristinn og munurinn er 16 stig. 1 mínúta eftir.2. leikhluti | 43-31: Stólarnir náðu að minnka muninn aftur niður í 10 stig en heimamenn svara að bragði. 2:29 eftir.2. leikhluti | 41-28: Enn einn þristurinn frá Njarðvík munurinn er orðinn 13 stig fyrir heimamenn og 3:36 til hálfleiks. Skot gestanna vilja ekki ofan í þessa stundina.2. leikhluti | 38-28: Frábær varnartilþrif frá Bonneaur. Hann elti upp leikmann Tindastóls og varði skot hans í spjaldið í hraðaupphlaupi. Hann var með hausinn við hringinn, hann er 179 cm. Þvílíkur kraftur. Leikhlé tekið þegar 4:31 er til hálfleiks.2. leikhluti | 38-28: Tindastóll setur niður þrist en heimamenn svara í sömu mynt. 4:49 eftir.2. leikhluti | 35-25: Stefan Bonneaur er heldur betur heitur fyrir utan hann hefur sett niður þrjá þrista í röð og kominn með 16 stig í heild. Tindastóll nær að bætavið körfu áður en Virijevic rífur niður sóknarfrákast fyrir heimamenn og eykur muninn aftur í 10 stig. 5:50 eftir.2. leikhluti | 30-21: Gestirnir eru að fá fleiri tækifæri í sóknarleik sínum, búnir að ná 9 sóknarfráköstum það sem af er en ná ekki að nýta þau tækifæri. Það gæti verið dýrt í lok leiks. Heimamenn bæta við stigum. 7:22 eftir.2. leikhluti | 28-21: Stemmningin er með heimamönnum núna, þeir unnu boltann og Bonneaur boraði niður þrist með mann í andlitinu, nánast bókstaflega. 7:55 eftir.2. leikhluti | 25-21: Heimamenn bættu við körfu og stálu síðan boltanum strax aftur og Snorri Hafsteinsson náði sér í ferð á vítalínuna þar sem eitt víti fór ofan í. 8:35 eftir.2. leikhluti | 22-21: Annar leikhluti er hafinn og heimamenn skora fyrstu körfuna en Tindastóll svarar eftir að hafa náð 2 sóknarfráköstum. 9:17 eftir.1. leikhluti | 20-19: Tindastóll skoraði fjögur stig án þess að heimamenn svöruðu en þeir áttu lokasóknina og fengu tvö víti þegar 1 sekúnda var eftir. Stefan Bonneur fór á línuna og nýtti bæði vítin. Gestirnir náðu ekki skoti og Njarðvík leiðir með einu stigi. Stigaskorun tók kipp undir lok fjórðungsins en varnir liðana hafa verið sterkar.1. leikhluti | 18-15: Darrel Flake var snöggur að svara þriggja stiga körfu heimamanna með samskonar körfu. Bonneur geystist þá upp völlinn og lagði boltann ofan. Villa var dæmd og hann nýtti vítið. 1:36 eftir.1. leikhluti | 15-12: Þá setja heimamenn niður fimm stig í röð og komast þremur yfir. Bonneur var að enda við að negla niður þrist. 2:04 eftir.1. leikhluti | 10-12: Varnarleikurinn hefur verið til fyrirmyndar í upphafi leiks. Myron Dempsey hefur skorað 8 af 12 sstigum gestanna. 2:50 eftir.1. leikhluti | 10-10: Heimamenn náðu tveimur stoppum en nýttu það ekki til fullustu og staðan er jöfn. 4:02 eftir.1. leikhluti | 8-8: Heimamenn komust mest í 8-2 en Stólarnir voru fljótir að jafna metin. Bæði lið hafa sýnt flotta varnartilburði hingað til. 5:30 eftir.1. leikhluti | 6-2: Ekki mikið skorað fyrstu mínúturnar en Hjörtur Einarsson var að setja niður skot fyrir heimamenn, fá villu og nýta vítaskotið. 7:24 eftir.1. leikhluti | 3-2: Gestirnir voru fyrri á blað, Dempsey setti niður sniðskot en Ágúst Orrason var fljótur að svara með þriggja stiga körfu. 8:13 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, gestirnir ná uppkastinu og hefja sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Myron Dempsey er aðalspaðinn í tölfræðideildinni hjá Tindastól. Hann hefur skorað 23,4 stig að meðaltali og hirt 10,4 fráköst að meðaltali. Það er svipað frákastamagn og Mirko Stefán Virijevic hirðir í leik hjá Njarðvík, 10,8 fráköst. Eins og við segjum frá að neðan þá er Stefan Bonneur að skora 31 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum sínum.Fyrir leik: Njarðvíkingar ætla að bjóða upp á "show" í leikmannakynningu sinni. Góður partur af yngri flokkum félagsins hafa stillt sér upp í kringum vallarhelming heimamanna og eru þau öll klædd grænu. Þetta verður eitthvað.Fyrir leik: Kaffið í Ljónagryfjunni er til fyrirmyndar, gott ef það er ekki möndlukeimur bæði í nefi og bragði. Til fyrirmyndar.Fyrir leik: Eins og segir hér að ofan þá varð Tindastóll fyrsta liðið í vetur til að vinna ógnarsterkt lið KR-inga í seinustu umferð. Njarðvíkingar, í síðustu umferð, gerðu góða ferð í höfuðborgina og sóttu sigur í Breiðholtið þar sem heimamenn í ÍR voru fórnarlömbin. Leikurinn endaði 85-91 fyrir Njarðvík.Fyrir leik: Stólarnir hafa unnið alla sjö leiki sína á heimavelli í vetur en liðið hefur hinsvegar tapað tveimur síðustu útileikjum sínum á móti Haukum og Þór úr Þorlákshöfn.Fyrir leik: Stefan Bonneau hefur skorað 31,0 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjum sínum með Njarðvík en eftir tap í fyrsta leiknum á móti KR hefur liðið unnið tvo þá síðustu á móti Fjölni og ÍR.Fyrir leik: Tindastóll vann ellefu stiga sigur á Njarðvík í fyrri leik liðanna á Króknum, 86-75, eftir að hafa verið 19 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.Stefán Virijevic1. leikhluti | 20-19:
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“