Borgin leigir hluta útvarpshússins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 14:24 Útvarpshúsið stendur við Efstaleiti. Vísir/GVA „Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni. Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira
„Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni.
Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Sjá meira