Borgin leigir hluta útvarpshússins Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 14:24 Útvarpshúsið stendur við Efstaleiti. Vísir/GVA „Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Þetta er hluti af anddyrishæðinni og síðan tvær hæðir þar fyrir ofan. Þetta verður þjónustumiðstöð laugardals- og háaleitis sem hefur verið í Síðumúla,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, um samning sem gerður hefur verið á milli Reykjavíkur og RÚV um leigu á hluta húsnæðis útvarpsins við Efstaleiti. „Húsið í Síðumúla þarfnast verulegs viðhalds,“ segir hann. Leigusamningurinn gildir til 2030 og er því til 15 ára. Samkvæmt Birni er leiguverðið 4,9 milljónir króna á mánuði, sem nemur 882 milljónum króna á samningstímanum. Borgin fær húsið afhent 1. maí næstkomandi, eða fyrr ef framkvæmdir við breytingar á því ganga hraðar fyrir sig.S. Björn Blöndal er formaður borgarráðs.Vísir/VilhelmBjörn segist ánægður með samninginn. „Það er búið að vera að leita húsnæði lengi í hverfinu fyrir þjónustumiðstöðina,“ segir hann og bendir á að staðsetning slíkrar miðstöðvar geti ekki verið hvar sem er. „Þarna opnaðist óvæntur möguleiki.“ Á fundinum var einnig samþykkt forsögn að hugmyndasamkeppni um lóðina í kringum útvarpshúsið, Efstaleiti 1. „Þarna er verið að stefna á að endurskoða uppbyggingarmöguleika á þessari lóð, og í raun samliggjandi lóðum á þessum reit. Endurskipulagning verði með þéttingu og gæði byggðar leiðarljósi,“ segir Björn um samkeppnina. Þá hafa borgin og RÚV gert með sér samkomulag um að borgin taki yfir 20 prósent af samþykktu byggingarmagni eða íbúðareiningum til uppbyggingar leigumarkaðar. „Þarna er miðað við að á þessu svæði verði blandað búsetuform á þeim hluta,“ segir hann. Ekki er greitt fyrir þessi réttindi sérstaklega, samkvæmt Birni.Uppfært klukkan 15.25. Í upphaflegu fréttinni var sagt að leigusamningurinn væri til 30 ára en hið rétta er að hann er til 15 ára, eins og lesa mátti úr dagsetningum sem fram komu í fréttinni.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira