Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 15:07 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“ Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“
Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21