Spáði fyrir um hrunið og segir evruna ekki henta Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 21:30 Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. Lars Christensen varð frægur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom með glögga greiningu á íslensku bönkunum árið 2006 og spáði fyrir um hrun íslensks efnahagslífs. Sem rættist tveimur árum síðar. Lars var meðal framsögumanna á fundi Íslandsbanka um Ísland án hafta í morgun og var síðan í pallborði ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Ásdísi Kristjánsdóttur aðalhagfræðingi Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Hvaða peningastefna myndi henta okkur best eftir að við afléttum höftunum? „Íslendingar hafa reynt allt. Gullfót, fastgengisstefnu og stundum virtist ekki vera nein peningastefna á 8. og 9. áratugnum þegar verðbólgan var gríðarlega mikil og svo bankakreppan. Vandamálið hefur verið að finna peningastefnu fyrir Ísland sem hefur verið stöðug í meira en fimm ár,“ segir Lars.Lars segir að verðbólgumarkmið sé kannski ekki málið þótt stýring á krónunni gangi vel núna.„Verðbólgumarkmið gæti verið vandamál því verðbólgan er mjög viðkvæm fyrir hreyfingum á gengi og vöruverði. Og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á slíku,“ segir Lars. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að frumvarp til laga um opinber fjármál taki á þessu vandamáli. Þannig verði Seðlabankinn ekki einn ábyrgur fyrir verðstöðugleika. „Seðlabankinn verður aldrei skilinn einn eftir með það hlutverk að viðhalda hér lágri verðbólgu og stöðugu verðlagi.“Lars segir að ef Íslendingar ákveði að hætta með krónuna þá sé evrusvæðið ekki góður kostur. Myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag eins og Noregi eða Kanada sé hentugri leið fyrir Ísland. „Evran virðist ekki hentug lausn fyrir Ísland innan núverandi stofnanaramma,“ segir Lars.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hugsanlega mun Grikkland fara úr evrusamstarfinu og enginn veit hvaða áhrif það hefur á önnur ríki sem glíma við efnahagserfiðleika í álfunni og þurfa að sæta harðri niðurskurðarkröfu frá Brussel. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í grein sem hann birti í gær að evrusvæðið sé „næstversta hugmynd“ sem ríkin í Evrópska myntbandalaginu hafi fengið. Versta hugmyndin væri hins vegar ef evrusvæðið myndi brotna upp. Því þurfi að gera allt til að halda Grikkjum í evrunni. Tveir flokkar, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, hafa aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með innleiðingu evru á stefnuskrá sinni. Þetta eru Björt framtíð og Samfylkingin. Guðmundur Steingrímsson hafði ekki tök á viðtali en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist enn þeirrar skoðunar að evran sé rétt lausn fyrir Ísland.„Það er vissulega mikið umrót á evrusvæðinu og það skiptir miklu að sjá hvernig það fer. (...) Það er málefnalegt og eðlilegt að hafa efasemdir og ég næri þær með mér reglulega. Það er mjög mikilvægt að við könnum aðra kosti en efnahagslegur stöðugleiki byggir á því að við höfum trausta umgjörð peningamála,“ segir Árni Páll.Sjá má viðtal við Árna Pál sem var tekið í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld í myndskeiði. Grikkland Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. Lars Christensen varð frægur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom með glögga greiningu á íslensku bönkunum árið 2006 og spáði fyrir um hrun íslensks efnahagslífs. Sem rættist tveimur árum síðar. Lars var meðal framsögumanna á fundi Íslandsbanka um Ísland án hafta í morgun og var síðan í pallborði ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Ásdísi Kristjánsdóttur aðalhagfræðingi Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Hvaða peningastefna myndi henta okkur best eftir að við afléttum höftunum? „Íslendingar hafa reynt allt. Gullfót, fastgengisstefnu og stundum virtist ekki vera nein peningastefna á 8. og 9. áratugnum þegar verðbólgan var gríðarlega mikil og svo bankakreppan. Vandamálið hefur verið að finna peningastefnu fyrir Ísland sem hefur verið stöðug í meira en fimm ár,“ segir Lars.Lars segir að verðbólgumarkmið sé kannski ekki málið þótt stýring á krónunni gangi vel núna.„Verðbólgumarkmið gæti verið vandamál því verðbólgan er mjög viðkvæm fyrir hreyfingum á gengi og vöruverði. Og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á slíku,“ segir Lars. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að frumvarp til laga um opinber fjármál taki á þessu vandamáli. Þannig verði Seðlabankinn ekki einn ábyrgur fyrir verðstöðugleika. „Seðlabankinn verður aldrei skilinn einn eftir með það hlutverk að viðhalda hér lágri verðbólgu og stöðugu verðlagi.“Lars segir að ef Íslendingar ákveði að hætta með krónuna þá sé evrusvæðið ekki góður kostur. Myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag eins og Noregi eða Kanada sé hentugri leið fyrir Ísland. „Evran virðist ekki hentug lausn fyrir Ísland innan núverandi stofnanaramma,“ segir Lars.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hugsanlega mun Grikkland fara úr evrusamstarfinu og enginn veit hvaða áhrif það hefur á önnur ríki sem glíma við efnahagserfiðleika í álfunni og þurfa að sæta harðri niðurskurðarkröfu frá Brussel. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í grein sem hann birti í gær að evrusvæðið sé „næstversta hugmynd“ sem ríkin í Evrópska myntbandalaginu hafi fengið. Versta hugmyndin væri hins vegar ef evrusvæðið myndi brotna upp. Því þurfi að gera allt til að halda Grikkjum í evrunni. Tveir flokkar, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, hafa aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með innleiðingu evru á stefnuskrá sinni. Þetta eru Björt framtíð og Samfylkingin. Guðmundur Steingrímsson hafði ekki tök á viðtali en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist enn þeirrar skoðunar að evran sé rétt lausn fyrir Ísland.„Það er vissulega mikið umrót á evrusvæðinu og það skiptir miklu að sjá hvernig það fer. (...) Það er málefnalegt og eðlilegt að hafa efasemdir og ég næri þær með mér reglulega. Það er mjög mikilvægt að við könnum aðra kosti en efnahagslegur stöðugleiki byggir á því að við höfum trausta umgjörð peningamála,“ segir Árni Páll.Sjá má viðtal við Árna Pál sem var tekið í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld í myndskeiði.
Grikkland Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira