Halldór segir mikilvægt að Hanna Birna fái að svara fyrir sig Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2015 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir með Elínu Hirst að Hanna Birna ætti að hætta þingmennsku. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18