Gauti: „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 21:30 Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti. Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gauti B. Eggertson, prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum, telur að evrusvæðið geti brotnað upp ef áform sem Evrópski Seðlabankinn kynnti á fimmtudag um stórfelld uppkaup á ríkisskuldabréfum, ná ekki markmiðum um að draga úr verðhjöðnun. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans, kynnti á fimmtudag meiriháttar stefnubreytingu fyrir bankann. Hún felst í áformum um að kaupa ríkisskuldabréf evruríkjanna, fyrir utan Grikkland, fyrir 1 þúsund milljarða evra á næstu átján mánuðum undir merkjum quantitive easing. Markmiðið er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu en í raun er um eiginlega peningaprentun að ræða. Verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi. Aðgerðirnar felast í reynd í því að Evrópski Seðlabankinn gefur út nýja peninga til fjárfestingar á eigin reikningi fyrir skuldir ríkjanna og kemur þannig peningamagni í umferð til að örva eftirspurn. Gauti B. Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla skrifaði doktorsritgerð í hagfræði á sviði peningamálahagfræði sem fjallaði um viðbrögð við verðhjöðnun við aðstæður þegar stýrivextir fara niður í núll. Ekki ósvipað því ástandi sem nú er á evrusvæðinu en stýrivextir Evrópska Seðlabankans eru núna 0,05%. „Útlitið hefur versnað á evrusvæðinu og það virðist loksins vera komin einhvers konar samstaða um að grípa til aðgerða sem er góðs viti. Í sjálfu sér er það að mörgu leyti furðulegt að þeir hafi ekki tekið miklu frekari og afdrifaríkari aðgerðir fyrr en nú og þeir standa að mörgu leyti langt að baki Seðlabanka Bandaríkjanna að þessu leyti,“ segir Gauti. Þarna er hann að vísa til þess að Bandaríkjamenn hafa beitt sambærilegum aðferðum árum saman með góðum árangri. Mari Draghi seðlabankastjóri Evrópska Seðlabankans.En er einhver hætta á því að evrusvæðið liðist í sundur eins og hagfræðingar höfðu miklar áhyggjur af á árunum 2011-2012 ef þessi áform Evrópska Seðlabankans skila ekki tilætluðum árangri? „Ég held að við séum nú þegar að sjá ákveðin ríki hugsa sinn gang. Það virðist vera töluvert mikil andstaða í Grikklandi við kröfur sem Evrópusambandið hefur sett á gríska ríkið varðandi niðurskurð. Ef þessar aðgerðir hafa ekki þau áhrif að koma í veg fyrir frekari verðhjöðnun á evrusvæðinu þá held ég að sú spurning koma upp sterkar og sterkar, í ýmsum ríkjum ekki síst í suðurhluta álfunnar, hvort ekki sé rétt að yfirgefa myntsvæðið og gefa út eigin mynt,“ segir Gauti.
Grikkland Tengdar fréttir „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Dælir milljörðum inn í hagkerfi evrusvæðisins Seðlabanki Evrópu mun kaupa skuldabréf að andvirði 60 milljarðar evra í hverjum mánuði fram í september 2016. 22. janúar 2015 14:08