Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. janúar 2015 21:15 Sigrún Helga varð tvöfaldur Evrópumeistari um helgina. 22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári. Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
22 Íslendingar kepptu á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem lauk í dag. Óhætt er að segja að uppskeran hafi verið góð en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun – þar af fimm Evróputitla. Evrópumeistaramótið fór fram í Lissabon í Portúgal og var þetta fjölmennasta BJJ mót sögunnar með rúmlega 3400 keppendur. 22 Íslendingar frá fimm félögum tóku þátt og geta vel við unað eftir helgina. Fyrsti Evróputitill Íslendinga á mótinu kom á miðvikudaginn. Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC sigraði -64 kg flokk hvítbeltinga með glæsibrag. Hin 17 ára Guðrún Björk Jónsdóttir, einnig úr VBC, hafnaði í 2. sæti í -79 kg flokki hvítbeltinga sama dag og íslensku keppendurnir byrjuðu strax að sópa að sér verðlaununum.Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni keppti í -58,5 kg flokki blábeltinga 30-35 ára. Sunna gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn og hreppti þar með Evróputitilinn. Sunna tók einnig þátt í opnum flokki blábeltinga þar sem hún hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitunum gegn mun stærri andstæðingi. Ása Karen Guðmundsdóttir úr Fenri nældi sér í brons í sama flokki. Ása fékk einnig gull í sínum flokki en hún var sú eina í flokknum eftir að aðrir keppendur afskráðu sig.Sigrún Helga Lund úr Mjölni keppti í flokki fjólublábeltinga 30-35 ára. Þær voru aðeins tvær í flokknum en Sigrún sigraði glímuna og hirti Evrópumeistaratitil. Sigrún tók einnig þátt í opnum flokki fjólublábeltinga sem hún sigraði og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Frábær árangur hjá Sigrúnu en Sigrún er formaður BJJ sambands Íslands. Á lokadegi mótsins fór fram keppni brúnbeltinga og voru þrír Íslendingar skráðir. Axel Kristinsson úr Mjölni nældi sér í brons í -64 kg flokki brúnbeltinga og það sama gerði Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni í -94 kg flokki. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri tók einnig þátt í -94 kg flokki brúnbeltinga en tapaði fyrstu glímunni. Þetta er glæsilegur árangur hjá íslenska glímufólkinu okkar en brasilískt jiu-jitsu fer ört stækkandi hér á landi. Þess má geta að 112 keppendur voru skráðir til leiks á síðasta Íslandsmeistaramóti og verður sú tala eflaust hærri á þessu ári.
Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira