Enski boltinn

Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dragan Gajic átti frábæran leik fyrir Slóveníu.
Dragan Gajic átti frábæran leik fyrir Slóveníu. vísir/getty
Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28.

Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 16-15, Slóvenum í vil.

Slóvenía var sterkari aðilinn í seinni hálfleik, náði undirtökunum á fyrstu mínútum hans og náði mest fjögurra marka forystu, 27-23, þegar um 10 mínútur voru eftir.

Það bil náðu Makedónar ekki að brúa og Slóvenar fögnuðu tveggja marka sigri, 30-28, og um leið sæti í 8-liða úrslitunum.

Dragan Gajic, markahæsti leikmaður HM, átti frábæran leik í liði Slóveníu með níu mörk. Sebastian Skube og Jure Dolenec komu næstir með fimm mörk hvor. Þá varði Gorazd Skof mikilvæg skot í markinu.

Kiril Lazarov og Goce Georgievski voru markahæstir í liði Makedóníu með sjö mörk hvor.


Tengdar fréttir

Patrekur og félagar úr leik

Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×