„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 13:20 Mario Draghi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu. Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“ Grikkland Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“
Grikkland Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira