Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2015 15:52 Bara vinir. Eiríkur segir að nú séu samskipti hans og Manuelu Óskar eins og á þingflokksfundi Bjartrar framtíðar. Enginn ágreiningur. Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira