Fagna tíunda Stórmóti ÍR í nýju Laugardalshöllinni með nýju meti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 14:24 Vísir/Vilhelm Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira