Flughálka víða um landið Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2015 07:51 vísir/ingó herbertsson Á Suðurlandi er þjóðvegur 1 auður en víða er nokkur hálka, jafnvel flughálka á öðrum vegum, s.s. í Grafningi, á Lyngdalsheiði og víðar í uppsveitum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Mikið hefur tekið upp á Vesturlandi en þó er sumstaðar nokkur hálka og varað er við flughálku á Fróðárheiði og Svínadal - og alveg sérstaklega á Holtavörðuheiði þar sem einnig er óveður. Flughált er nokkuð víða á Vestfjörðum, m.a. austan Klettsháls, á Kleifaheiði, Hálfdáni, Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er stormur. Eins er flughált á kafla í Djúpinu. Vegir eru óðum að verða auðir á láglendi á Norðurlandi en varað er við flughálku og óveðri á Öxnadalsheiði. Flughált er einnig á austanverðu Þverárfjalli og í Dalsmynni. Það er ófært yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og beðið með mokstur vegna veðurs. Víða er flughált á vegum á Héraði en á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði eru aðeins hálkublettir. Það er hálka - og flughált á kafla - úr Fáskrúðsfirði í Djúpavog en þaðan eru hálkublettir eða alveg autt suður um. Undanfarna daga hefur hópur af hreindýrum verið við veg á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. Mildir vindar blása með SV-átt á landinu og snjó og ís leysir jafnt á láglendi sem og helstu fjallvegum. Þessu veðurlagi fylgir stormur á heiðum um norðvestan- og norðanvert landið í allan dag og byljóttur vindur sums staðar á láglendi. Þannig er útlit fyrir vindhviður 30-40 m/s á Siglufjarðarvegi í Fljótum og á Ólafsfjarðarvegi á Árskógsströnd og í Múlanum. Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Á Suðurlandi er þjóðvegur 1 auður en víða er nokkur hálka, jafnvel flughálka á öðrum vegum, s.s. í Grafningi, á Lyngdalsheiði og víðar í uppsveitum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Mikið hefur tekið upp á Vesturlandi en þó er sumstaðar nokkur hálka og varað er við flughálku á Fróðárheiði og Svínadal - og alveg sérstaklega á Holtavörðuheiði þar sem einnig er óveður. Flughált er nokkuð víða á Vestfjörðum, m.a. austan Klettsháls, á Kleifaheiði, Hálfdáni, Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði þar sem einnig er stormur. Eins er flughált á kafla í Djúpinu. Vegir eru óðum að verða auðir á láglendi á Norðurlandi en varað er við flughálku og óveðri á Öxnadalsheiði. Flughált er einnig á austanverðu Þverárfjalli og í Dalsmynni. Það er ófært yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og beðið með mokstur vegna veðurs. Víða er flughált á vegum á Héraði en á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði eru aðeins hálkublettir. Það er hálka - og flughált á kafla - úr Fáskrúðsfirði í Djúpavog en þaðan eru hálkublettir eða alveg autt suður um. Undanfarna daga hefur hópur af hreindýrum verið við veg á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. Mildir vindar blása með SV-átt á landinu og snjó og ís leysir jafnt á láglendi sem og helstu fjallvegum. Þessu veðurlagi fylgir stormur á heiðum um norðvestan- og norðanvert landið í allan dag og byljóttur vindur sums staðar á láglendi. Þannig er útlit fyrir vindhviður 30-40 m/s á Siglufjarðarvegi í Fljótum og á Ólafsfjarðarvegi á Árskógsströnd og í Múlanum.
Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira