Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2015 14:57 Frá Seyðisfirði. EINAR BRAGI/ANTON „Það mál er á lokastigi,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, um rannsókn á lögreglumanni við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði sem er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann. Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin hefur verið afar tímafrek vegna þess að lögreglan hefur þurft að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans. Jónas segir lögregluna hafa haft upp á ansi mörgum ferðamönnum en segir ekki hægt að gefa upp hversu marga. „Það er varla hægt en þeir eru býsna margir,“ segir Jónas en hann gat heldur ekki gefið upp hve miklum fjármunum lögreglumaðurinn á að hafa komið undan. „Stundum erum við með eitthvað sem við getum sagt að sé alveg hreinu, þetta er ekki svoleiðis mál,“ segir Jónas. Hann segir ekki hægt að gefa upp afstöðu lögreglumannsins til brotanna en verið sé að undirbúa skýrslutöku yfir honum og má vænta þess að málið verði sent til ríkissaksóknara að því loknu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Það mál er á lokastigi,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, um rannsókn á lögreglumanni við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði sem er grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann. Málið kom upp í ágúst síðastliðnum og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. Málið varðar sektir sem erlendir ferðamenn eiga að hafa greitt með reiðufé en rannsóknin hefur verið afar tímafrek vegna þess að lögreglan hefur þurft að óska eftir gögnum erlendis frá en einnig var reynt að hafa upp á þeim ferðamönnum sem voru stöðvaðir af umræddum lögreglumanni til að fá mynd af umfangi meintra brota hans. Jónas segir lögregluna hafa haft upp á ansi mörgum ferðamönnum en segir ekki hægt að gefa upp hversu marga. „Það er varla hægt en þeir eru býsna margir,“ segir Jónas en hann gat heldur ekki gefið upp hve miklum fjármunum lögreglumaðurinn á að hafa komið undan. „Stundum erum við með eitthvað sem við getum sagt að sé alveg hreinu, þetta er ekki svoleiðis mál,“ segir Jónas. Hann segir ekki hægt að gefa upp afstöðu lögreglumannsins til brotanna en verið sé að undirbúa skýrslutöku yfir honum og má vænta þess að málið verði sent til ríkissaksóknara að því loknu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48
Lögreglumaðurinn yfirheyrður vegna gruns um brot í starfi Ólíklegt þykir að upplýst verði hversu háaum fjárhæðum maðurinn er talinn hafa stungið í vasann. 21. október 2014 11:05
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09
Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 1. október 2014 16:09