Hættir þátttöku í loftárásum gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 14:09 Reykur vegna loftárásar nærri Kobane í Sýrlandi. Vísir/EPA Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon. Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF) eru hætt þátttöku í loftárásum gegn Íslamska ríkinu. Samtökin birtu í gær myndband þar sem flugmaður frá Jórdaníu var brenndur lifandi, en hann er fyrsti flugmaður bandalagsins sem lætur lífið. SAF hættu þó þátttöku í desember eftir að flugmaðurinn var handsamaður. Þetta kemur fram á vef New York Times. SAF, sem er eitt fjögurra mið-austurlanda í bandalaginu, segja að þörf sé á viðbragðsáætlunum um hvernig bjarga megi flugmönnum sem falla í hendur vígamanna. Auk SAF eru Jórdanía, Sádi-Arabía og Barein þátttakendur í bandalaginu. Öll ríkin hafa gert loftárásir gegn ISIS en talið er að þátttaka þeirra sé að mestu leyti táknræn. Stjórnvöld í Jórdaníu hafa hótað auknum aðgerðum gegn ISIS og heita þess að hefna flugmannsins Muadh al-Kasasbeh. Á vef Guardian kemur þó fram að talið sé að til lengri tíma muni morð flugmannsins draga úr vilja Jórdaníu til að taka þátt í loftárásum gegn öðrum múslimum. Furstadæmin vilja að Bandaríkjamenn komi sveitum fyrir í norðurhluta Írak, sem geti brugðist hratt við, hrapi flugvél bandalagsins á átakasvæðum. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, skipaði leyniþjónustum landsins að beita öllum leiðum til að finna þá gísla sem ISIS eru enn með í haldi. Talið er að fimmtán einstaklingar séu nú í gíslingu. Samkvæmt AP fréttaveitunni heldur ISIS meðal annars þeim John Cantle, sem er breskur ljósmyndari. Séra Paolo Dall‘oglio, sem er ítalskur prestur. Samir Kassab, myndatökumanni frá Líbanon. og Ishak Mokthar. Hann er frá Máritaníu og far rænt í fyrra nærri Aleppo þar sem hann var að vinna fyrir Sky News Arabia. Þá halda samtökin ónafngreindri bandarískri konu, sem var handsömuð í fyrra, þremur starfsmönnum Rauða Krossins sem ekki hafa verið nafngreindir og sjö hermönnum frá Líbanon.
Máritanía Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember. 4. febrúar 2015 07:51
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15
Jórdanía dregur sig ekki til hlés Yfirvöld Jórdaníu segjast ætla að hefna sín frekar á ISIS fyrir hrottalegt morð samtakanna á flugmanni. 4. febrúar 2015 10:30