Sport

Super Bowl: Einherjar verða límdir við skjáinn í kvöld | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í kvöld mætast Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 23:00.

Mikill áhugi er fyrir NFL hér á landi og fer sá áhugi vaxandi, þótt það séu ekki margir sem stundi íþróttina hérlendis. Lið Einherja er þó með reglulegar æfingar og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður, kíkti á eina slíka í Egilshöll í gærkvöldi.

Einherjar verða límdir við skjáinn í kvöld en Gaupi ræddi við nokkra þeirra um Super Bowl, möguleika liðanna, styrkleika þeirra og veikleika o.s.frv.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan en þar er einnig rætt við Andra Ólafsson sem mun stýra pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Auk þess munu sérfræðingar Andra koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála.

NFL

Tengdar fréttir

Brady er ruslakjaftur

Hinn málglaði varnarmaður Seattle Seahawks, Richard Sherman, er byrjaður að tendra bálið fyrir Super Bowl.

Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl

New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína.

Kraftaverkaendurkoman í Seattle í nótt | Myndband

Seattle Seahawks sýndi í nótt úr hverju meistarar eru gerðir þegar þeir komu til baka á ótrúlegan hátt í leik sínum við Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×