Unnur Lára: Vissi ekki að ég væri ekki tryggð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 23:30 Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar. Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar.
Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti