Unnur Lára: Vissi ekki að ég væri ekki tryggð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 23:30 Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar. Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar.
Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira