Flottasta mamman Finnur Thorlacius skrifar 19. febrúar 2015 12:15 Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum! Bílar video Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent
Svona eiga mæður að vera og börn hennar öfundsverð að láta hana skutla sér í skólann. Shauna Duggins vinnur sem áhættuleikari og ekur þar bílum af stakri snilld, en hún er líka móðir. Hér sést hún ferðast með börnum sínum í einu úthverfi bandarískrar borgar, en upptakan á þessu myndskeiði er á vegum skóframleiðanda eins í auglýsingaskyni. Hún ekur þarna breyttum 550 hestafla strumpastrætó og sannarlega gerir hún það vel. Við áhorf myndskeiðsins sést að Shauna Duggins er afar hæfur ökumaður og handbremsan, sem hún notar ótæpilega, leikur í höndunum á henni þar sem hún snýr öflugum bílnum að vild. Ekki fer mikið fyrir hræðslu barnanna en þau eru væntanlega vön ofsaakstri móður sinnar, sem er þó örugg í öllum sínum aðgerðum. Mæður landsins eru þó vinsamlegast beðnar um að leika þetta ekki eftir í úthverfunum!
Bílar video Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent