Vill friðargæsluliða SÞ í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2015 23:42 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur. Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur.
Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01
Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41
Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21