Tryggvi Þór: „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2015 21:51 Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður, og Sigmar Guðmundsson ritstjóri tókust á um viðtal við Evu Joly á Facebook í kvöld. Vísir/Anton Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson. Mið-Austurlönd Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira