Tryggvi Þór: „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2015 21:51 Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður, og Sigmar Guðmundsson ritstjóri tókust á um viðtal við Evu Joly á Facebook í kvöld. Vísir/Anton Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson. Mið-Austurlönd Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson.
Mið-Austurlönd Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira