1. deildarlið HK gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í FH í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í kvöld.
FH stillti upp sterku liði í kvöld en eftir markalausan fyrri hálfleik komust HK-ingar yfir með mörkum þeirra Jóns Gunnars Eysteinssonar á 52. mínútu og Guðmundar Atla Steinþórssonar einni mínútu síðar.
Atli Guðnason minnkaði muninn úr víti á 67. mínútu en þar við sat.
Þorvaldur Örlygsson er þjálfari HK og fer vel af stað með liðinu á undirbúningstímabilinu.
HK vann óvæntan sigur á FH
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn


Saka ekki alvarlega meiddur
Enski boltinn

Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn


Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn