Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2025 11:02 Adam Ægir kynntist allskyns áskorunum á Ítalíu og ákvað að best væri að snúa heim. Vísir/Arnar Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum. Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Adam var lánaður til Perugia í ítölsku C-deildinni fyrir síðasta tímabil. Þar fékk hann fá tækifæri og færði sig til Novara í sömu deild. Ekki fjölgaði tækifærunum þar og Adam því snúinn heim. „Mér hefur alltaf liðið vel á Hlíðarenda þannig að ég er gríðarlega spenntur fyrir því að fara aftur í Valsbúninginn,“ segir Adam Ægir. Ítalíudvölin hafi reynst honum erfið, þó hann hafi einnig notið sín, á köflum. „Mér leið bara ekki alveg nægilega andlega vel þarna úti. Þetta er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Fyrst og fremst er það að líða vel, vera með vinum og fjölskyldu. Að finna gleðina aftur.“ „Ef ég á að gera þetta upp þá var þetta skrautlegt en skemmtilegt. Þetta var krefjandi og ég er búinn að læra mjög mikið á sjálfan mig. Þetta var samt ævintýri, ég hef haft þónokkra þjálfara og mikið af einhverju bulli þarna. En það fer í reynslubankann,“ segir Adam Ægir. Vilji maður starfsöryggi er það að vera fótboltaþjálfari á Ítalíu neðarlega á lista. Adam hafði þónokkra þjálfara á nokkrum stöðum og það gekk á ýmsu. „Það var fyrst og fremst þreytandi, að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt með nýjum þjálfara. Það mætti halda að það sé einhver bölvun á mér. Þetta var orðið helvíti þreytt þarna í lokin, síðasti þjálfarinn var rekinn fyrir mánuði. Þá var þetta komið gott af því að sanna sig fyrir nýjum og nýjum þjálfara,“ segir Adam Ægir. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur til Vals, þar sem hann lék 13 leiki síðasta sumar og átti frábært tímabil 2023, eftir að hafa áður leikið með Víkingi og Keflavík í efstu deild. „Það vita allir að það eru gríðarleg gæði í þessu liði. Ég tel að ég geti bætt liðið að einhverju leyti og sýnt mín gæði aftur í þessari deild. Ég er gríðarlega spenntur að fá að sýna það. Ég held að Valur verði mjög góðir í sumar, þó margir keppist við að hrauna yfir þá. Valur verður alltaf við toppinn,“ segir Adam Ægir. Fréttina má sjá í spilaranum.
Valur Íslenski boltinn Ítalski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira