Ferðaþjónustan komin að þolmörkum: „Hvernig verður sumarið ef þetta er svona núna?“ Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. febrúar 2015 13:44 Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra. Börkur Hrólfsson tók þessa mynd í versluninni við Geysi í gær. Mynd/Börkur Hrólfsson Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á Íslandi í janúar síðastliðnum var álíka og á háannatíma, í júlí og ágúst árið 2006 og árin þar á undan. Komið er að þolmörkum víða, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra Viator sumarhúsamiðlunar. Erlendir ferðamenn voru 62,8 þúsund í janúar samanborið við 46,7 þúsund á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu Íslands um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Jafngildir þetta 35% fjölgun á milli ára. Vísir greindi frá þessu í gær. Ekkert lát virðist á fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands og gæti vöxturinn á þessu ári numið á þriðja tug prósenta. Spurt er hvort ferðaþjónustan sé í stakk búin að taka við þessum fjölda? „Eins og staðan er í dag, nei, í raun og veru ekki,“ segir Pétur. „Helstu náttúruperlur okkar og svæði þar í kring eru komin að þolmörkum og það verður að setja peninga í það að laga aðstæður; bæði til að vernda og bæta aðgengi.“ Góðu fréttirnar eru þær að ferðamannafjöldinn er að dreifast betur yfir árið. „Það er mjög gott því við höfum burði til að taka á móti þessum vaxandi ferðamannafjölda yfir veturtímann.“Verður að setja meira fé í innviðina Á mynd sem leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson tók í gær má sjá troðfullt hús ferðamanna við Geysi (sjá efst í frétt). Börkur hefur verið í bransanum í þrjátíu ár og fullyrðir í samtali við Vísi að hann hafi aldrei séð jafnmarga ferðamenn á þessum tíma árs hér á landi. Kollegar hans í stéttinni deili þeirri skoðun. Börkur var staddur í Bláa lóninu um eittleytið í dag þegar Vísir náði að honum tali. Hann sagði fjöldann hreint ótrúlegan og taldi tólf rútur á bílastæðinu og langa röð fólks á leið í og úr lóninu. „Maður skilur þetta ekki og bara hræðist þetta hálfpartið. Hvernig verður sumarið ef þetta verður svona núna?“ spyr Börkur.Börkur HrólfssonHann bætir við að nær ómögulegt verði að fá gistingu í sumar enda sé nú þegar fullbókað víða. Nefnir hann svæðið frá Vík austur á Höfn, umhverfis Mývatn og í raun á öllu Suðurlandinu. Börkur segir álagið í augnablikinu svo mikið að hann verði í raun að slökkva símanum ætli hann að fá frídag. „I'm fully booked these days“ sé hans staðlaða svar. Leiðsögumenn geti í raun valið á milli verkefna eins og sakir standa. „Já. Það eru einfaldlega álagstímar. Þetta eru ekki margir klukkutímar á sólarhring sem er svona álag. Þetta er vegna þess að rútur eru að fara á sama tíma að morgni og þess vegna er ákveðinn þrýstingur á þessu svæði um hádegisbil. Og, þar getum við auðvitað gert betur varðandi skipulagningu. En, það er mjög mikilvægt, ef við ætlum að halda því að varan sem við erum að selja sé góð, að setja peninga í inniviðina. Og það ætti að vera auðvelt, eins og staðan er í dag þá miðað við tekjur ríkisins af ferðaþjónustunni,“ segir Pétur. Og miðað við spá má áætla að ferðaþjónustan muni skila 342 milljörðum króna í gjaldeyri í ár.Pétur Óskarsson.Verður að hugsa markaðssetninguna betur En, hvað um praktísk atriði eins og rútur, vegasjoppur og gistingu, og þar fram eftir götunum? „Já, það er nóg af slíku. Við höfum nóg af tækjum og tólum til að sinna þessu. Ég held að það sé ekki vandamál. Það sem við getum gert betur er að einbeita okkur að markaðssetningu Íslands á svæðum þaðan sem koma ferðamenn sem ferðast meira um landið. Það er mikill þrýstingur hér á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu. En, við vitum það að Mið-Evrópubúar: Svisslendingar, Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir... það eru ferðamenn sem fara fyrst og fremst út á land þegar þeir koma til Íslands. Við þurfum að hugsa markaðssetninguna okkar betur út frá því hvernig ferðamönnum við getum tekið á móti. Níu mánuði ársins getum við tekið á móti þeim úti á landi. Þar eru innviðir,“ segir Pétur Óskarsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28 Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Fjöldi ferðamanna í janúar álíka og á háannatíma árið 2006 Fjölgun ferðamanna á þessu ári gæti numið á þriðja tug prósenta. 16. febrúar 2015 13:28
Túristar sem virtu ekki lokanir látnir bíða til morguns Tveir erlendir ferðamenn hafa setið í föstum bíl sínum efst í Norðurárdal síðan á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeir óku framhjá lokunarskilti sem gaf ótvírætt til kynna að framundan væri ófærð og festu bílinn brátt. 11. febrúar 2015 06:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent