Vodafone og önnur símafyrirtæki högnuðust um 12 milljónir á Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 16. febrúar 2015 13:00 Skarphéðinn segir hlut RÚV 9 milljónir. Önnur símafyrirtæki, einkum Vodafone, deildu því sem útaf stendur. Metþátttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. „Ætli það hafi ekki mest með það að gera hversu tæpt þetta stóð. Það var mikil spenna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV ohf. Gamla metið var um 140 þúsund atkvæði en hafa undanfarin ár verið á milli 80 og 100 þúsund. Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun. Hver um sig gat greitt eins mörg atkvæði og sá gat komið að á þeim tíma sem kosningin stóð yfir og eftir að fyrir lá hvaða tvö efstu lög voru efst, var kosningin endurtekin á þá á milli þeirra tveggja. Vísir hefur heimildir fyrir því að einn einstaklingur hafi greitt 100 atkvæði, sem þýðir að hann hefur greitt fyrir það 13 þúsund krónur. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíka ákefð. Þá liggur fyrir að gamlir nemendur Verzlunarskólans létu mjög til sín taka í keppninni, tvö efstu lögin eiga ætt og uppruna að rekja þangað og víst er að vel heppnuð markaðssetning kom við sögu. Skarphéðinn segir það ekki þurfa að koma á óvart að Verzlunarskólanemar mæti sterkir til leiks: „Skólinn heldur stóra söngvakeppni sem heitir Verzló-vælið og svo hafa þau sett um mjög metnaðarfulla söngleiki í tengslum við nemendamótið. Þetta hefur vaxið mikið. Virðist sem þarna séu æfingabúðir fyrir hæfileikafólk á þessu sviði og virðist vera að skila sér með þessum hætti.“ Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. RÚV situr sem sagt ekki eitt um hituna, símafyrirtækin taka sinn skerf. „Þess vegna segjum við tekjuhluti RÚV, því þetta skiptist milli okkar og símafyrirtækja. Og svo er náttúrlega VSK-urinn. Vodafone sá um þetta fyrir okkur og svo rennur hluti hagnaðar til annarra fyrirtækja, þá þar sem þeir sem greiddu atkvæði eru í viðskiptum,“ segir Skarphéðinn. Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29 Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16 Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Metþátttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. „Ætli það hafi ekki mest með það að gera hversu tæpt þetta stóð. Það var mikil spenna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá RÚV ohf. Gamla metið var um 140 þúsund atkvæði en hafa undanfarin ár verið á milli 80 og 100 þúsund. Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun. Hver um sig gat greitt eins mörg atkvæði og sá gat komið að á þeim tíma sem kosningin stóð yfir og eftir að fyrir lá hvaða tvö efstu lög voru efst, var kosningin endurtekin á þá á milli þeirra tveggja. Vísir hefur heimildir fyrir því að einn einstaklingur hafi greitt 100 atkvæði, sem þýðir að hann hefur greitt fyrir það 13 þúsund krónur. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíka ákefð. Þá liggur fyrir að gamlir nemendur Verzlunarskólans létu mjög til sín taka í keppninni, tvö efstu lögin eiga ætt og uppruna að rekja þangað og víst er að vel heppnuð markaðssetning kom við sögu. Skarphéðinn segir það ekki þurfa að koma á óvart að Verzlunarskólanemar mæti sterkir til leiks: „Skólinn heldur stóra söngvakeppni sem heitir Verzló-vælið og svo hafa þau sett um mjög metnaðarfulla söngleiki í tengslum við nemendamótið. Þetta hefur vaxið mikið. Virðist sem þarna séu æfingabúðir fyrir hæfileikafólk á þessu sviði og virðist vera að skila sér með þessum hætti.“ Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. RÚV situr sem sagt ekki eitt um hituna, símafyrirtækin taka sinn skerf. „Þess vegna segjum við tekjuhluti RÚV, því þetta skiptist milli okkar og símafyrirtækja. Og svo er náttúrlega VSK-urinn. Vodafone sá um þetta fyrir okkur og svo rennur hluti hagnaðar til annarra fyrirtækja, þá þar sem þeir sem greiddu atkvæði eru í viðskiptum,“ segir Skarphéðinn.
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29 Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16 Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Friðrik Dór og María Ólafsdóttir mætast í einvígi Keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision 14. febrúar 2015 21:29
Framkomubanninu var aflétt í ár Framkomubannið kvað á um að listamenn máttu ekki flytja lagið á opinberum vettvangi fyrir úrslitakvöldið í Söngvakeppninni. 12. febrúar 2015 10:00
Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Friðrik segir aðstandendur lagsins Í síðasta skipti hafa sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá þá í heimsókn. 9. febrúar 2015 22:16
Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti "Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk“ 14. febrúar 2015 18:53