Aron Elís með sitt fyrsta mark | Sjáið markið og viðtalið eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2015 09:00 Aron Elís Þrándarson. Mynd/Heimasíða Aalesunds FK Aron Elís Þrándarson opnaði markareikning sinn fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Aalesunds FK í æfingaleik á móti b-deildarliði Kristiansund um helgina. Aron Elís skoraði fyrsta mark leiksins en Aalesunds FK vann þarna 3-1 sigur á Kristiansund. Aron Elís var ekki eini Íslendingurinn í byrjunarliðinu því Daníel Leó Grétarsson byrjaði á hinum kantinum. Það er hægt að sjá mark Arons hér fyrir neðan en einnig viðtal við hann á heimasíðu félagsins. „Þetta var betri hjá okkur en í síðasta leik en það eru samt hlutir sem við þurfum að bæta. Þetta var skref í rétta átt og nú förum við til La Manga þar sem að við getum bætt okkur enn frekar," sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali á heimasíðu Aalesund en viðtalið fór fram á ensku. Spyrillinn fékk Aron Elís til að lýsa fyrsta marki sínu fyrir Aalesunds FK. „Ég fékk boltann og sendi hann út á kant til Akeem (Latifu) og reyndi síðan að finna mér stað í vítateignum. Hann náði góðri fyrirgjöf, mér tókst að ná góðri fyrstu snertingu og kláraði síðan vel," sagði Aron Elís. „Það var mjög góð tilfinning að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið. Ég var búinn að bíða eftir þessu marki í tvo leiki en nú kom markið loksins og vonandi get ég skorað fleiri," sagði Aron Elís. Liðið er nú að fara í æfingabúðir til suður Spánar. „Það verður gott að breyta aðeins til og komast líka á náttúrulegt gras. Við mætum tveimur liðum úr úrvalsdeildinni og ég hlakka til þess," sagði Aron Elís en eins og áður sagði er hægt að sjá viðtalið og markið hans hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Aron Elís Þrándarson opnaði markareikning sinn fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Aalesunds FK í æfingaleik á móti b-deildarliði Kristiansund um helgina. Aron Elís skoraði fyrsta mark leiksins en Aalesunds FK vann þarna 3-1 sigur á Kristiansund. Aron Elís var ekki eini Íslendingurinn í byrjunarliðinu því Daníel Leó Grétarsson byrjaði á hinum kantinum. Það er hægt að sjá mark Arons hér fyrir neðan en einnig viðtal við hann á heimasíðu félagsins. „Þetta var betri hjá okkur en í síðasta leik en það eru samt hlutir sem við þurfum að bæta. Þetta var skref í rétta átt og nú förum við til La Manga þar sem að við getum bætt okkur enn frekar," sagði Aron Elís Þrándarson í viðtali á heimasíðu Aalesund en viðtalið fór fram á ensku. Spyrillinn fékk Aron Elís til að lýsa fyrsta marki sínu fyrir Aalesunds FK. „Ég fékk boltann og sendi hann út á kant til Akeem (Latifu) og reyndi síðan að finna mér stað í vítateignum. Hann náði góðri fyrirgjöf, mér tókst að ná góðri fyrstu snertingu og kláraði síðan vel," sagði Aron Elís. „Það var mjög góð tilfinning að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið. Ég var búinn að bíða eftir þessu marki í tvo leiki en nú kom markið loksins og vonandi get ég skorað fleiri," sagði Aron Elís. Liðið er nú að fara í æfingabúðir til suður Spánar. „Það verður gott að breyta aðeins til og komast líka á náttúrulegt gras. Við mætum tveimur liðum úr úrvalsdeildinni og ég hlakka til þess," sagði Aron Elís en eins og áður sagði er hægt að sjá viðtalið og markið hans hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira