Lífið

Rafmögnuð stemning á Sónar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning var í Hörpunni í gær.
Mikil stemning var í Hörpunni í gær. myndir/live project
Vel á fjórða þúsund manns munu koma saman og skemmta sér á Sónar tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um helgina en henni líkur í kvöld.

Mikil stemning var í gær en hátíðin hófst á fimmtudagskvöldið.

Ljósmyndarar frá vefsíðunni Live Project voru mættir á staðinn og fönguðu rafmagnað andrúmsloftið. Hægt er að skoða myndasafn frá hátíðinni neðst í fréttinni.

Live Project er með fjölda fólks á sínum snærum á hátíðinni og er hægt að fylgjast betur með stemmningunni á Sónar á síðunni þar sem birtast bæði myndir og myndbönd.

Sónar lýkur í kvöld en alls koma yfir sextíu listamenn fram á fimm sviðum í Hörpu.






Tengdar fréttir

Milljarður rís í Hörpu

Öllum landsmönnum er boðið að dansa gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.