Fólkið á Sónar: Skiptinemi sem býður fram vinnu sína Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2015 17:00 Edda afhendir gesti armbandið sitt. vísir/andri marínó „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi en ég kom í ágúst,“ segir Edda Luisa Kruse Rosset. Hún kemur frá Berlín en sem stendur er hún skiptinemi við Háskóla Íslands. Aðspurð um hvað hún sé að læra svarar hún á óaðfinnanlegri íslensku menningarfræði og örlitla stjórnmálafræði. Hin 23 ára Edda er einn fjölmargra sjálfboðaliða á hátíðinni. Á fjögurra daga tímabili vinnur hún þrjár vaktir, tvær fjögurra tíma langar og eina fimm tíma. Í staðinn fær hún armband á hátíðina, þarf ekki að bíða í röð og örlítið snarl á meðan vöktum stendur. „Sem skiptinemi í öðru landi þá hafði ég ekki efni á að versla mér miða. Reykjavík er mjög dýr borg, sér í lagi ef þú miðar við Berlín. Dýr kebab þar kostar þrjár evrur (andvirði tæpra 500 kr.) en hér færðu ekki kebab nema að borga tvöfalt það verð.“ Edda segir að hún viti ekki alveg hvað hana langi að sjá. Flestar íslensku hljómsveitirnar hafi hún séð á Iceland Airwaves síðasta haust en hún geti vel hugsað sér að sjá einhverjar þeirra aftur. Hún nefnir einnig til sögunnar landa sinn Paul Kalkbrenner og böndin Missy Melody og Balsamic Boys. „Nafnið þeirra vekur hjá mér forvitni.“ „Ég hugsa ég verði á Íslandi fram í júlí og fari þá aftur heim til Berlín,“ segir Edda að lokum. Sónar Tengdar fréttir Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær Uppselt er á Sónar. 13. febrúar 2015 11:01 Borgarstjórinn lét sig ekki vanta á Sónar Ljósmyndarar frá Live Project fanga stemmninguna í Hörpunni um helgina. 13. febrúar 2015 14:42 Fólkið á Sónar: Keyptu miðann eftir að ferð var aflýst Aeree Cho og Matthew Heidermann komu á Sónar frá Colorado. 13. febrúar 2015 14:00 Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi en ég kom í ágúst,“ segir Edda Luisa Kruse Rosset. Hún kemur frá Berlín en sem stendur er hún skiptinemi við Háskóla Íslands. Aðspurð um hvað hún sé að læra svarar hún á óaðfinnanlegri íslensku menningarfræði og örlitla stjórnmálafræði. Hin 23 ára Edda er einn fjölmargra sjálfboðaliða á hátíðinni. Á fjögurra daga tímabili vinnur hún þrjár vaktir, tvær fjögurra tíma langar og eina fimm tíma. Í staðinn fær hún armband á hátíðina, þarf ekki að bíða í röð og örlítið snarl á meðan vöktum stendur. „Sem skiptinemi í öðru landi þá hafði ég ekki efni á að versla mér miða. Reykjavík er mjög dýr borg, sér í lagi ef þú miðar við Berlín. Dýr kebab þar kostar þrjár evrur (andvirði tæpra 500 kr.) en hér færðu ekki kebab nema að borga tvöfalt það verð.“ Edda segir að hún viti ekki alveg hvað hana langi að sjá. Flestar íslensku hljómsveitirnar hafi hún séð á Iceland Airwaves síðasta haust en hún geti vel hugsað sér að sjá einhverjar þeirra aftur. Hún nefnir einnig til sögunnar landa sinn Paul Kalkbrenner og böndin Missy Melody og Balsamic Boys. „Nafnið þeirra vekur hjá mér forvitni.“ „Ég hugsa ég verði á Íslandi fram í júlí og fari þá aftur heim til Berlín,“ segir Edda að lokum.
Sónar Tengdar fréttir Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær Uppselt er á Sónar. 13. febrúar 2015 11:01 Borgarstjórinn lét sig ekki vanta á Sónar Ljósmyndarar frá Live Project fanga stemmninguna í Hörpunni um helgina. 13. febrúar 2015 14:42 Fólkið á Sónar: Keyptu miðann eftir að ferð var aflýst Aeree Cho og Matthew Heidermann komu á Sónar frá Colorado. 13. febrúar 2015 14:00 Mest lesið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Borgarstjórinn lét sig ekki vanta á Sónar Ljósmyndarar frá Live Project fanga stemmninguna í Hörpunni um helgina. 13. febrúar 2015 14:42
Fólkið á Sónar: Keyptu miðann eftir að ferð var aflýst Aeree Cho og Matthew Heidermann komu á Sónar frá Colorado. 13. febrúar 2015 14:00