Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 11:41 Eiríkur segir að Salka Sól hafi ekki verið í viðtali í Séð og Heyrt, bara prýtt forsíðuna. Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól. Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól.
Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10
Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52