Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 11:41 Eiríkur segir að Salka Sól hafi ekki verið í viðtali í Séð og Heyrt, bara prýtt forsíðuna. Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól. Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól.
Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10
Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52