Lífið

Rífandi stemning á Sónar Reykjavík í gær

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það var mikið dansað í gær.
Það var mikið dansað í gær. vísir/andri marínó
Mannmergð var samankomin í gærkvöld á Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni. Fyrsta kvöldið af þremur fór fram í gær og var ekki annað að sjá á fólki en að það skemmti sér kongunglega. Uppselt er á hátíðina og gera aðstandendur hátíðarinnar ráð fyrir því að vel á fjórða þúsund manns skemmti sér í Hörpu.

Tónleikarnir fóru vel fram og virtust allir sammála um það að skemmta sér sem best. Á tímabili myndaðist eilítil örtröð í röðinni en það leystist farsællega á örskotsstundu.

Meðal þeirra sem fram komu í gær má nefna Una Stefsson, Sing Fang, Jón Ólafsson og Futuregrapher, M Band og Kohib. Stærsta nafnið var þá óumdeilanlega Todd Terje en Norðmaðurinn fór á kostum. Hér fyrir neðan má sjá stutt brot af því þegar hann lék lag sitt Spiral.


Tengdar fréttir

Sónar playlisti Vísis

Sónar hefst í kvöld. Hér eru nokkrir sem við mælum með að þú lítir á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.