Sköflungurinn fór í sundur í bílslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 15:15 Hafsteinn Ægir Geirsson verður í gipsi næstu vikurnar. vísir/ernir/facebook Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Hafsteinn Ægir Geirsson, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, festir ekki á sig hjálminn á næstunni og heldur í hjólatúr. Þessi tvöfaldi Ólympíufari varð fyrir bíl í síðustu viku þegar hann var að hjóla í Grafarholtinu og verður frá keppni næstu mánuðina. „Bæði beinin í sköflungnum fóru í sundur og svo er brot fyrir ofan ökklann líka. Þetta er alveg þokkalega stórt brot en meiðslin eru lítil miðað við það sem hefði getað orðið,“ segir Hafsteinn við Vísi. Hann var að beygja frá Reynisvatnsvegi yfir á Þúsöld í Grafarholtinu þegar bíll á þokkalegri ferð keyrði á Hafstein. Hann small á bílrúðunni og rúllaði svo af krafti af húddinu og niður á götu. „Ef þú leggst upp á bíl og rúllar þér niður er það sárt. Það er því hægt að ímynda sér hversu mikið högg þetta var. Þó ég hafi verið á lítilli ferð var bíllinn á venjulegum umferðarhraða,“ segir Hafsteinn. „Ég sá bara ekki bílinn koma. Það myndast eitthvað blindhorn þarna og því er ekkert við ökumanninn að sakast. Hann gerir ekkert af sér. Þetta er bara óhapp.“Rötgenmynd og leggurinn á Hafsteini á sjúkrahúsinu.mynd/facebookBílstjórinn í áfalli Bíllinn sem keyrði á Hafstein lenti eftir það aftan á öðrum bíl og var heppni að hjólreiðagarpurinn væri ekki þar á milli. Ökumaður bílsins gat svo ekki farið út úr bílnum til að hlúa að Hafsteini. „Það voru allskonar aðstæður sem komu þarna upp þar sem ég hefði getað slasað mig miklu meira. Ég er bara mjög heppinn í raun og veru miðað við það sem gerðist,“ segir hann. „Þegar ég ligg svo fyrir framan bílinn og fullt af fólki er að hlaupa í kringum mig byrjar ökumaðurinn að flauta á fullu. Framrúðan var brotin eftir mig þannig hann vissi ekkert hvað var í gangi. Málið var að hann var í áfalli og komst ekkert út úr bílnum. Ég hefði náttúrlega getað verið dauður þannig bílstjóranum hefur vafalítið ekkert liðið vel.“Hjólreiðakappinn getur lítið hreyft sig.vísir/ernirLiggur og horfir á Discovery Aðgerðin á fótlegg hafsteins heppnaðist mjög vel og eftir rúma viku fer hann í endurkomu. Þá verða saumarnir teknir út og skipt um gips. Hann er þó ekki að fara að hjóla í bráð. „Það er spurning hvort ég fari þá í spelku, en þetta eru allavega sex vikur í spelku eða gipsi. Svo kemur í ljós hver staðan er,“ segir Hafsteinn sem eyðir nú deginum bara heima hjá sér. „Það er voða lítið sem ég get gert. Ég get lítið staðið því þá fer vökvi niður í legginn sem myndar bjúg. Það er mjög vont. Best er að liggja bara. Ég hef verið mjög duglegur að hreyfa mig allt mitt líf og lítið setið á rassinum. Nú fæ ég bara ágætis hvíld.“ Það var þokkalega létt yfir Hafsteini þegar Vísir heyrði í honum í dag. Hann væri vanalega á skrifstofutíma að selja hjól - en ekki hvað? - í Erninum, en er þess í stað bara heim að horfa á sjónvarpið. „Ég hef reyndar ekki náð að horfa á eina bíómynd. En ég er veikur fyrir Discovery-stöðinni. Hún er alltaf í gangi,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson.myndir/facebook
Íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira