Öldur hrifsuðu ferðamenn út í sjó: „Þau voru náttúrulega í sjokki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2015 19:58 Á myndinni sést parið sem Ægir sá öldurnar hrifsa til sín. Vísir Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nokkrir ferðamenn voru hætt komnir á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi í dag vegna mikils öldugangs þar. Ægir Þór Þórsson, leiðsögumaður í Vatnshelli sem er skammt frá Djúpalónssandi, varð vitni að öðru atvikinu. Áður hafði hann mætt spænsku pari en alda hafði þá dregið konuna út. Kærastinn hennar náði að bjarga henni og voru þau rennandi blaut og uppgefin þegar Ægir hitti þau. „Konan dróst út í með einni öldunni og maðurinn hennar fór út á eftir henni og náði að bjarga henni. Miðað við það sem hann lýsti fyrir mér þá dróst hún nokkuð langt út í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Þá hafði maðurinn orð á því við Ægi að hann hefði aldrei upplifað nokkru þessu líkt í heimalandi sínu þar sem hann vinnur sem strandvörður.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í ReynisfjöruÆgir Þór Þórsson, leiðsögumaður.Varð vitni að því þegar sjórinn dró annað par út íEftir að Ægir hafði hitt spænska parið fór hann út að Djúpalónssandi og sá þá annað par standa í flæðarmálinu. Ekki leið meira en mínúta frá því að Ægir kom auga á þau þar til sjórinn var búinn að draga þau líka út í. „Aldan skellur þarna á þeim áður en þau átta sig á því hvað er að gerast. Þau lenda bæði í því að missa fæturna en ná að bjarga sér. Ég fór til þeirra og þau voru náttúrulega í sjokki enda bjuggust þau ekki við þessu.“ Ægir segir að gríðarlega háar öldur séu á svæðinu og þó hann hafi aldrei áður orðið vitni að atviki eins og í dag hefur hann heyrt af því að fólk hafi lent í sjónum á Djúpalónssandi.Sjá einnig: Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við JökulsárlónÆgir segir að það þurfi meira en skilti til að vara fólk við hættu á Djúpalónssandi.Mynd/Ægir ÞórÞarf að gera eitthvað meira en að setja upp skilti„Þetta er svo fljótt að gerast. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera mikil hætta þegar fólk kemur þarna að en svo getur þetta bara gerst allt í einu,“ segir Ægir og veltir því fyrir sér hvað þurfi að gera svo ferðamenn stefni sér í voða. „Ég held að það bjargi ekki málunum að vera með skilti eins og er þarna á svæðinu. Það er einfaldlega erfitt að koma því til skila á einu skilti að þarna er raunveruleg hætta á ferðum. Ég er í leiðsögunámi á Keili og þetta er einn af stóru punktunum sem við erum að pæla í þar, öryggi ferðamanna og hvernig má tryggja það.“ Ægir segist ekki vera með lausn á takteinunum en ef til vill þurfi að vakta svæði eins og Djúpalónssand betur. „Það þarf að minnsta kosti að undirbúa fólk á einhvern hátt betur undir hætturnar,“ segir Ægir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 „Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02 „Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rúður sprungu í flestum bifreiðum Ofsaveður gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir áttu fullt í fangi með björgunarstörf á Suðurlandi. Björgunarsveitarmenn fá skemmdir á eigin bílum ekki bættar. Átta bílar voru skildir eftir á milli Péturseyjar og Skóga. 24. febrúar 2015 07:00
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35
„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segist finna fyrir því hjá björgunarsveitarmönnum á svæðinu að starf sveitanna sé að ná ákveðnum þolmörkum. 27. febrúar 2015 11:02
„Ekki eins og fólk sé ekki varað við hættunum“ Upplýsingafulltrúi Landsbjargar og forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri segja að gera þurfi betur í því að auka öryggi ferðamanna hér á landi. 24. febrúar 2015 12:45
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54