Innlent

30 milljarða þyrfti til að breikka einbreiðar brýr með 90 kílómetra hámarkshraða

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi svör frá innanríkisráðherra um brýr.
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vildi svör frá innanríkisráðherra um brýr. VÍSIR/ÓMAR/PJETUR
Tæplega 700 einbreiðar brýr eru hluti af íslenska þjóðvegakerfinu. Það er 58 prósent allra brúa sem eru í umsjón Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknar.



Spurning Haraldar snéri að einbreiðum brúm þar sem hámarkshraði er yfir 90 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt svarinu eru þær 197 talsins. Flestar þeirra eru í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi Haraldar.

Sjá einnig: Vill vita í hvaða kjördæmum einbreiðu brýrnar eru



Samanlögð lengd einbreiðu brúnna með yfir 90 kílómetra hámarkshraða er 9,4 kílómetrar. Kostnaður við endurgera brýr af þeirri lengd með það fyrir augum að tvöfalda þær gæti verið 30 milljarðar króna, samkvæmt Ólöfu.



„Til viðbótar kæmi síðan kostnaður við vegagerð sem er mismikill eftir aðstæðum á hverjum stað. Verkefnið er því gríðarlega stórt,“ segir í svarinu en stefnt er að því að fækka einbreiðum brúm í vegáætlunarhluta samgönguáætlunar 2011–2022.



Í svari ráðherra eru einnig upplýsingar um meðalaldur einbreiðra brúa, sem eru 50 ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×