Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 14:20 Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna meints vanhæfis sérhæfðs meðdómanda í málinu. Vísir/GVA Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu svokallaða. Farið er fram á að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Tengist skýrslutakan ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna meints vanhæfis Sverris í málinu. Hann er bróðir Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu.Ómerki dóminn vegna ættartengsla og ummæla Sverris Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð í Aurum-málinu lauk. Sagði Ólafur við fjölmiðla í kjölfar dómsins að hann hefði mótmælt skipun Sverris sem sérhæfðs meðdómanda ef hann hefði vitað að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar.Sjá einnig: Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna ættartengsla Sverris sem og vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp. Hann sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af ættartengslunum: Svo var haft eftir Sverri: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Samkvæmt heimildum Vísis vilja verjendurnir meðal annars varpa ljósi á þessi ummæli Sverris og hvers vegna þau féllu, en þeir telja ummælin ekki gera Sverri vanhæfan. Því er ákæruvaldið ósammála og telur að Sverrir hafi með þessum orðum sýnt að ekki væri hægt að treysta því að hann væri hlutlaus í málinu. Sverrir og Guðjón sýknuðu sakborninga í Aurum-málinu af ákæru sérstaks saksóknara. Arngrímur Ísberg skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43 Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall „Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. 6. júní 2014 10:06 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrirtaka fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu svokallaða. Farið er fram á að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St. Marteinssyni, héraðsdómara, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Tengist skýrslutakan ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna meints vanhæfis Sverris í málinu. Hann er bróðir Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu.Ómerki dóminn vegna ættartengsla og ummæla Sverris Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð í Aurum-málinu lauk. Sagði Ólafur við fjölmiðla í kjölfar dómsins að hann hefði mótmælt skipun Sverris sem sérhæfðs meðdómanda ef hann hefði vitað að hann væri bróðir Ólafs Ólafssonar.Sjá einnig: Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Hæstiréttur ómerki dóm héraðsdóms vegna ættartengsla Sverris sem og vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum eftir að dómur var kveðinn upp. Hann sagðist í samtali við fréttastofu RÚV ekki trúa því að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af ættartengslunum: Svo var haft eftir Sverri: „Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.“ Samkvæmt heimildum Vísis vilja verjendurnir meðal annars varpa ljósi á þessi ummæli Sverris og hvers vegna þau féllu, en þeir telja ummælin ekki gera Sverri vanhæfan. Því er ákæruvaldið ósammála og telur að Sverrir hafi með þessum orðum sýnt að ekki væri hægt að treysta því að hann væri hlutlaus í málinu. Sverrir og Guðjón sýknuðu sakborninga í Aurum-málinu af ákæru sérstaks saksóknara. Arngrímur Ísberg skilaði sératkvæði í málinu. Hann taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43 Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18 Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall „Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. 6. júní 2014 10:06 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8. júní 2014 19:43
Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt. 3. júlí 2014 14:18
Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. 11. júní 2014 07:00
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall „Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður. 6. júní 2014 10:06