Mynd sem skoska söngkonan Caitlin McNeill setti á Tumblr-síðu sína af umdeildasta kjól ársins segir að söguna megi rekja til þess að mamma vinkonu hennar ætlaði að vera í kjólnum við brúðkaup dóttur sinnar.
Viku fyrir brúðkaupið fékk brúðurin senda mynd af kjólnum sem hún sýndi tilvonandi eiginmanni:
„Þau voru ósammála um litinn á kjólnum. Hún sagði að hann væri gylltur og hvítur en hann sagði að hann væri svartur og blár. Þau settu því mynd af kjólnum á Facebook og spurðu vini sína hvernig hann væri á litinn. Það komu alls konar svör en við gleymdum þessu svo þar til við sáum mömmu vinkonu minnar í brúðkaupinu. Hún var í kjólnum sem er augljóslega svartur og blár,“ segir Caitlin í samtali við BBC.
Fólk skiptist þó algjörlega í fylkingar hvað varðar litinn á kjólnum og hefur fræga fólkið látið til sín taka í umræðunni.
Þannig segja Jimmy Fallon og Kim Kardashian að kjóllinn sé gylltur og hvítur en Justin Bieber, Taylor Swift og Josh Groban eru öll á því að hann sé blár og svartur. Þá sér Julia Louis-Dreyfus hann sem bláan og brúnan.
Kjóllinn er svartur og blár... eða hvað?

Tengdar fréttir

Hvernig er þessi kjóll á litinn?
Gylltur og hvítur? Svartur og blár?