Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 111-79 | Bikarþynnka hjá Stjörnunni Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2015 00:01 Vísir/Pjetur Þór Þorlákshöfn niðurlægði bikarsmeistara Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og vann liðið með 32 stiga mun, 111-79. Þór leiddi leikinn mest með 37 stiga mun. Stjörnumenn mættu ekki til Þorlákshafnar í kvöld og byrjuðu leikinn skelfilega. Þórsarar voru vel stemmdir og ætluðu greinilega að koma þeim bláum niður á jörðina eftir bikarsigurinn um síðustu helgi. Grétar Ingi Erlendsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var í miklum ham í fyrsta leikhlutanum og réðu Stjörnumenn ekkert við þann stóra. Þegar fyrsti leikhlutinn var búinn var staðan 27-13 fyrir heimamenn. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta og voru Stjörnumenn líklega að spila sinn allra versta fyrri hálfleik á þessu tímabili. Þórsarar sýndu fínan varnarleik og það gekk ekkert upp hjá reyndu liði Stjörnunnar. Þór náði mest 26 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum þegar staðan var 50-24 en staðan í hálfleik var 59-37. Ekki var þetta betra hjá Stjörnumönnum í þriðja leikhluta og hélt áfram skelfilegur leikur þeirra. Þórsarar voru aftur á móti frábærir og léku einstaklega vel. Það gekk allt upp í sóknarleik heimamanna og ekkert gekk upp hjá þeim bláu. Þórsarar leiddu með 33 stiga mun þegar þriðja leikhluta lauk og var staðan 94-61. Vitleysan hélt áfram hjá Stjörnunni í fjórða leikhlutanum og skemmst er frá því að segja að þessi leikur í kvöld varð aldrei að neinum alvöru körfuboltaleik. Þórsarar léku sér einfaldlega að Stjörnunni en leikmenn liðsins þurfa svo sannarlega að koma sér niður á jörðina eftir sigurinn í bikarnum. Leiknum lauk með auðveldum sigri Þórs. Þorlákshöfn, 111-79. Tómas Heiðar Tómasson var atkvæðamestur í liði Þórs með 25 stig og Grétar Ingi Erlendsson átti einnig fínan leik en hann skoraði 20 stig. Emil Karel Einarsson var einnig frábær hjá heimamönnum og gerði hann 21 stig.Þór Þ.-Stjarnan 111-79 (27-13, 32-24, 35-24, 17-18) Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 25, Emil Karel Einarsson 21, Grétar Ingi Erlendsson 20/9 fráköst, Darrin Govens 12, Nemanja Sovic 11/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/6 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 5, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0/9 stoðsendingar. Stjarnan: Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Justin Shouse 15, Jeremy Martez Atkinson 14/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 10, Daði Lár Jónsson 5, Elías Orri Gíslason 4, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 2, Sigurður Dagur Sturluson 0/4 fráköst. Hrafn: Aldrei skammast mín jafn mikið„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið á mínum þjálfaraferli,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Það skiptir ekki máli á hvaða leveli maður er að spila, maður gerir alltaf ráð fyrir einhverju framlagi frá leikmönnum, það á ekki að vera hæfileiki að reyna á sig.“ Hrafn segir að þjálfarateymi, leikmenn og allir í kringum liðið hafi hreinlega gert í brækurnar fyrir leikinn í kvöld. „Við erum greinilega búnir að baða okkur í okkar eigin velgengni alla vikuna og menn halda greinlega að þeir séu voða kallar.“ „Ef þú mætir ekki og leggur þig ekki fram, þá einfaldlega er þér slátrað.“ Benedikt: Vissum að það væri erfitt að mæta sem bikarmeistari í svona leik„Ég bjóst kannski ekki alveg við því að við myndum vinna með svona miklum mun en það er alltaf erfitt að mæta í leiki þegar maður er nýkrýndur bikarmeistari,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, eftir leikinn í kvöld. „Þeir voru að vinna glæsilegan bikarsigur um daginn og sýndu þar mikinn karakter en það er erfitt að mæta í næsta leik í deild og ætla sér að vera alveg klár, við vissum þetta og nýttum okkur vel.“ Benedikt segir að liðið hafi einmitt undirbúið sig alla vikuna með það í huga að Stjarnan hafi orðið bikarmeistari um síðustu helgi. „Við erum mjög góður og þegar maður fær framlag frá svona mörgum þá getum við gert mikið. Það er hinsvegar áhyggjuefni að Darrin Govens hafi meiðst í fyrsta leikhluta. Það veldur mér allavega nokkrum áhyggjum.“Leik lokið: (111-79): Þeir enda þetta á þrist og tveggja stiga körfu á nokkrum sekúndum. 37. mín (106-70): Núna eru bara ungir strákar inná hjá liðunum og bæði lið hætt að reyna ýkja mikiði á sig. Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði. 34.mín (104-67): Það er 37 stiga munur þegar Þórsarar setja niður þrist. Það er bara allt ofan í hjá drengjunum frá Þorlákshöfn. 32. mín (98-65): Þessi leikur er bara búinn. Það er ekkert í kortunum að Stjarnan komist inn í hann. Þeir eru ekki mættir til Þorlákshafnar og það er komið í fjórða leikhluta. Þriðja leikhluta lokið (94-61): Þetta er ótrúlegt. 33 stiga munur!28. mín (86-60): Marvin fer á vítapunktinn og setur niður tvö skot. Áður hafði Stjarnan verið í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna. 26. mín (84-53): Þegar maður hélt að Stjörnumenn væru að koma til leiks þá svöruðu Þórsarar því strax. Það munar 31 stigi á liðunum. 23. mín (64-44): Spurning hvort Stjarnan sé að vakna til lífsins. Það er kraftur í liðinu þessa stundina en þeir eiga eftir að ná upp miklu forskoti Þórs. 21. mín (61-37): Þórsarar með tvö fyrstu stigin í síðari hálfleiknum. Hálfleikur: (59-37): Hreint út sagt ömurlegur fyrri hálfleikur hjá Stjörnunni og Þór með 22 stiga forskot í hálfleik. Grétar Ingi er með 14 stig og Emil Karel með tíu hjá Þór Þ. Hjá Stjörnunni er Marvin Valdimarsson með ellefu stig.18. mín (52-28): Þetta er vægast sagt vandræðalegt. Stjörnumenn ná varla að senda boltann á milli sín. 16. mín (45-20): Þórsarar hafa náð 25 stiga forskoti. Með hreinum ólíkindum og Stjörnumenn orðnir vel pirraðir. 14. mín (39-17): Þetta er algjör martröð hjá Stjörnunni. Hrafn tekur leikhlé og gjörsamlega missir sig á sína leikmenn. Það gengur gjörsamlega ekkert upp hjá þeim bláu og þeir eru að spila skelfilega. 12. mín (31-15): Þetta heldur bara áfram. Það gengur bara ekkert upp hjá bikarmeisturunum. 1. leikhluta lokið (27-13): Heimamenn með tök á leiknum og þjálfarar Stjörnunnar eru ekki sáttir við leik sinna manna. 8. mín (17-9): Þórsarar með flottan varnarleik og Stjörnumenn komast ekkert áfram í sókninni.6. mín (15-7): Grétar Ingi Erlendsson byrjar þetta vel fyrir heimamenn og er kominn með sex stig. 4. mín (8-2): Frábær kafli hjá Þór. Það gengur ekkert upp hjá Stjörnunni í sókninni.2. mín (3-2): Leikurinn fer hægt af stað.1. mín (0-0): Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Þórsarar eru í sjöunda sætinu með 18 stig en hafa ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Með sigri í kvöld kemst Stjarnan uppfyrir Njarðvíkinga í þriðja sæti deildarinnar en liðin eru bæði með 22 stig sem stendur. Fyrir leik: Stjörnumenn koma með sjálfstraustið í botni hingað til Þorlákshafnar en liðið varð bikarmeistari um síðustu helgi þegar það vann KR í úrslitaleiknum.Fyrir leik: Menn komnir út á gólfið og farnir að hita upp.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik Þórs og Stjörnunnar í Domino's-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira
Þór Þorlákshöfn niðurlægði bikarsmeistara Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld og vann liðið með 32 stiga mun, 111-79. Þór leiddi leikinn mest með 37 stiga mun. Stjörnumenn mættu ekki til Þorlákshafnar í kvöld og byrjuðu leikinn skelfilega. Þórsarar voru vel stemmdir og ætluðu greinilega að koma þeim bláum niður á jörðina eftir bikarsigurinn um síðustu helgi. Grétar Ingi Erlendsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var í miklum ham í fyrsta leikhlutanum og réðu Stjörnumenn ekkert við þann stóra. Þegar fyrsti leikhlutinn var búinn var staðan 27-13 fyrir heimamenn. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta og voru Stjörnumenn líklega að spila sinn allra versta fyrri hálfleik á þessu tímabili. Þórsarar sýndu fínan varnarleik og það gekk ekkert upp hjá reyndu liði Stjörnunnar. Þór náði mest 26 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum þegar staðan var 50-24 en staðan í hálfleik var 59-37. Ekki var þetta betra hjá Stjörnumönnum í þriðja leikhluta og hélt áfram skelfilegur leikur þeirra. Þórsarar voru aftur á móti frábærir og léku einstaklega vel. Það gekk allt upp í sóknarleik heimamanna og ekkert gekk upp hjá þeim bláu. Þórsarar leiddu með 33 stiga mun þegar þriðja leikhluta lauk og var staðan 94-61. Vitleysan hélt áfram hjá Stjörnunni í fjórða leikhlutanum og skemmst er frá því að segja að þessi leikur í kvöld varð aldrei að neinum alvöru körfuboltaleik. Þórsarar léku sér einfaldlega að Stjörnunni en leikmenn liðsins þurfa svo sannarlega að koma sér niður á jörðina eftir sigurinn í bikarnum. Leiknum lauk með auðveldum sigri Þórs. Þorlákshöfn, 111-79. Tómas Heiðar Tómasson var atkvæðamestur í liði Þórs með 25 stig og Grétar Ingi Erlendsson átti einnig fínan leik en hann skoraði 20 stig. Emil Karel Einarsson var einnig frábær hjá heimamönnum og gerði hann 21 stig.Þór Þ.-Stjarnan 111-79 (27-13, 32-24, 35-24, 17-18) Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 25, Emil Karel Einarsson 21, Grétar Ingi Erlendsson 20/9 fráköst, Darrin Govens 12, Nemanja Sovic 11/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/6 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 5, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0/9 stoðsendingar. Stjarnan: Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Justin Shouse 15, Jeremy Martez Atkinson 14/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 10, Daði Lár Jónsson 5, Elías Orri Gíslason 4, Ágúst Angantýsson 2, Brynjar Magnús Friðriksson 2, Sigurður Dagur Sturluson 0/4 fráköst. Hrafn: Aldrei skammast mín jafn mikið„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið á mínum þjálfaraferli,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Það skiptir ekki máli á hvaða leveli maður er að spila, maður gerir alltaf ráð fyrir einhverju framlagi frá leikmönnum, það á ekki að vera hæfileiki að reyna á sig.“ Hrafn segir að þjálfarateymi, leikmenn og allir í kringum liðið hafi hreinlega gert í brækurnar fyrir leikinn í kvöld. „Við erum greinilega búnir að baða okkur í okkar eigin velgengni alla vikuna og menn halda greinlega að þeir séu voða kallar.“ „Ef þú mætir ekki og leggur þig ekki fram, þá einfaldlega er þér slátrað.“ Benedikt: Vissum að það væri erfitt að mæta sem bikarmeistari í svona leik„Ég bjóst kannski ekki alveg við því að við myndum vinna með svona miklum mun en það er alltaf erfitt að mæta í leiki þegar maður er nýkrýndur bikarmeistari,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, eftir leikinn í kvöld. „Þeir voru að vinna glæsilegan bikarsigur um daginn og sýndu þar mikinn karakter en það er erfitt að mæta í næsta leik í deild og ætla sér að vera alveg klár, við vissum þetta og nýttum okkur vel.“ Benedikt segir að liðið hafi einmitt undirbúið sig alla vikuna með það í huga að Stjarnan hafi orðið bikarmeistari um síðustu helgi. „Við erum mjög góður og þegar maður fær framlag frá svona mörgum þá getum við gert mikið. Það er hinsvegar áhyggjuefni að Darrin Govens hafi meiðst í fyrsta leikhluta. Það veldur mér allavega nokkrum áhyggjum.“Leik lokið: (111-79): Þeir enda þetta á þrist og tveggja stiga körfu á nokkrum sekúndum. 37. mín (106-70): Núna eru bara ungir strákar inná hjá liðunum og bæði lið hætt að reyna ýkja mikiði á sig. Þessi leikur var búinn áður en hann byrjaði. 34.mín (104-67): Það er 37 stiga munur þegar Þórsarar setja niður þrist. Það er bara allt ofan í hjá drengjunum frá Þorlákshöfn. 32. mín (98-65): Þessi leikur er bara búinn. Það er ekkert í kortunum að Stjarnan komist inn í hann. Þeir eru ekki mættir til Þorlákshafnar og það er komið í fjórða leikhluta. Þriðja leikhluta lokið (94-61): Þetta er ótrúlegt. 33 stiga munur!28. mín (86-60): Marvin fer á vítapunktinn og setur niður tvö skot. Áður hafði Stjarnan verið í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna. 26. mín (84-53): Þegar maður hélt að Stjörnumenn væru að koma til leiks þá svöruðu Þórsarar því strax. Það munar 31 stigi á liðunum. 23. mín (64-44): Spurning hvort Stjarnan sé að vakna til lífsins. Það er kraftur í liðinu þessa stundina en þeir eiga eftir að ná upp miklu forskoti Þórs. 21. mín (61-37): Þórsarar með tvö fyrstu stigin í síðari hálfleiknum. Hálfleikur: (59-37): Hreint út sagt ömurlegur fyrri hálfleikur hjá Stjörnunni og Þór með 22 stiga forskot í hálfleik. Grétar Ingi er með 14 stig og Emil Karel með tíu hjá Þór Þ. Hjá Stjörnunni er Marvin Valdimarsson með ellefu stig.18. mín (52-28): Þetta er vægast sagt vandræðalegt. Stjörnumenn ná varla að senda boltann á milli sín. 16. mín (45-20): Þórsarar hafa náð 25 stiga forskoti. Með hreinum ólíkindum og Stjörnumenn orðnir vel pirraðir. 14. mín (39-17): Þetta er algjör martröð hjá Stjörnunni. Hrafn tekur leikhlé og gjörsamlega missir sig á sína leikmenn. Það gengur gjörsamlega ekkert upp hjá þeim bláu og þeir eru að spila skelfilega. 12. mín (31-15): Þetta heldur bara áfram. Það gengur bara ekkert upp hjá bikarmeisturunum. 1. leikhluta lokið (27-13): Heimamenn með tök á leiknum og þjálfarar Stjörnunnar eru ekki sáttir við leik sinna manna. 8. mín (17-9): Þórsarar með flottan varnarleik og Stjörnumenn komast ekkert áfram í sókninni.6. mín (15-7): Grétar Ingi Erlendsson byrjar þetta vel fyrir heimamenn og er kominn með sex stig. 4. mín (8-2): Frábær kafli hjá Þór. Það gengur ekkert upp hjá Stjörnunni í sókninni.2. mín (3-2): Leikurinn fer hægt af stað.1. mín (0-0): Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Þórsarar eru í sjöunda sætinu með 18 stig en hafa ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Fyrir leik: Með sigri í kvöld kemst Stjarnan uppfyrir Njarðvíkinga í þriðja sæti deildarinnar en liðin eru bæði með 22 stig sem stendur. Fyrir leik: Stjörnumenn koma með sjálfstraustið í botni hingað til Þorlákshafnar en liðið varð bikarmeistari um síðustu helgi þegar það vann KR í úrslitaleiknum.Fyrir leik: Menn komnir út á gólfið og farnir að hita upp.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik Þórs og Stjörnunnar í Domino's-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Sjá meira