Fastur á Kleifaheiði í óveðri í sex tíma og sér fram á að vera þar í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 17:02 Páll segist eiga eftir tæpt strik á olíugeyminum og að kyndingin hafi ekki svikið hann enn. „Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“ Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
„Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“
Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52
Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46
Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49