Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:35 Starfsfólk þjóðgarðsins komu konunni til bjargar og ekki leið á löngu þar til sjúkralið og lögregla mættu á staðinn, að sögn Ólafs. Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Erlend ferðakona slasaðist í þjóðgarðinum á Þingvöllum á mánudaginn eftir að hafa runnið í hálku. Konan missti meðvitund um stund og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Áverkar eru sagðir minniháttar. Konan var ásamt hópi fólks við Almannagjá þegar hún fór út af göngustígnum með fyrrgreindum afleiðingum. Búið var að sanda hluta af göngustígnum, sem er álíka breiður og akbraut, og var fólk hvatt til að halda sig þeim megin á veginum sem búið var að sanda. Konan fór þó út af sandræmunni og datt aftur fyrir sig.Sjá einnig: Ferðamönnum fjölgað um 77 prósentÞessi mynd var tekin á mánudaginn, en hún sýnir glögglega hversu margir heimsækja Þingvelli daglega.mynd/berglind sigmundsdóttirGríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli daglega. Aðstæður eru ekki alltaf með besta móti, enda hefur veturinn verið harður, og því ekki einsdæmi að ferðamenn renni í hálku eða detti um skafla. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að heldur mikið hafi verið um slík slys í vetur en að það megi meðal annars rekja til vályndrar veðráttu og aukins fjölda ferðamanna. Allra ráðstafanna sé þó ávallt gætt, sandað sé daglega og vetrarþjónusta með besta móti. „Oft er þetta það að fólk er mjög óvant að ganga á möl, hvað þá á hálku. Okkur þykir þetta óskaplega leiðinlegt, að fólk sé að meiða sig og meiða sig hjá okkur. Við erum alltaf að fjölga viðvörunarskiltum og það eru ákveðin skilti notuð þannig að fólk sjái þetta bara með einni sjónhendingu,“ segir Ólafur. „Þingvellir eru í 100 metra hæð og langt inni í landi og íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið, hrasað, sett fótinn ofan í gjótu eða hvað sem er. Þar liggur ábyrgð hvers einstaklings. Við getum lagt brautir og sandað og sett skilti, en þar líkur okkar hlutverki,“ segir hann, aðspurður hvort vel sé staðið að málum í þjóðgarðinum. Ferðamönnum til Þingvalla hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ákveðið var að auka snjómokstur í þjóðgarðinum í takt við fjölgunina og eru nú allar helstu gönguleiðir frá Almannagjá að Silfru ruddar og sandaðar eftir þörfum. Á vefsíðu Þingvalla segir að mikilvægt sé að kynna sér aðstæður vel og meta hvort eða hvaða leið sé valin með tilliti til getu hvers ferðahóps fyrir sig og brýna fyrir ferðamönnum að fara með gát þegar farið sé um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira