Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 15:49 Frá Patreksfirði Bæjarins besta „Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði. Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði.
Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23