SA leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2015 14:40 Strokkur í Haukadal. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa. Samtökin segja alls óvíst hvort tekjur af náttúrupassa muni skila sér til uppbyggingar innviða ferðaþjónustunnar. Í umsögn samtakanna er bent á að kostnaður við að koma skattinum á og eftirlit með honum sé að öllum líkindum vanmetinn. „Að auki sé óljóst hvernig stjórnvaldssektir á erlenda ferðamenn muni skila sér í ríkissjóð. SA hafa miklar áhyggjur af alls kyns nýjum sköttum sem ríkisstjórnin undirbýr að leggja á atvinnulíf og almenning í landinu en tillögur um skattana hafa verið að koma fram undanfarna mánuði,“ segir í frétt á heimasíðu samtakanna.Í umsögn samtakanna er bent á að ríkið og stofnanir þess hafi heimildir til að leggja á alls kyns þjónustugjöld og að unnt sé að innheimta gjald fyrir bílastæði, heimreiðir, salerni, gestastofur og fleira í ríkari mæli en nú er gert. Sjálfsagt sé að fara yfir þessa gjaldtökuheimildir og hvernig þær geta nýst. „Almenn uppbygging innviða og styrking almenns öryggis verði enn um sinn fjármögnuð með beinum framlögum úr ríkissjóði og þá munu sívaxandi tekjur af enn fleiri ferðamönnum koma að góðum notum án þess að gripið sé til enn einnar skattlagningar eins og náttúrupassa. Við frekari vinnslu þessa máls er mikilvægt að hafa sem nánast samráð við ferðaþjónustuna og tryggja sem víðtækasta samstöðu um þá leið sem valin verður,“ segir í umsögn samtakanna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa. Samtökin segja alls óvíst hvort tekjur af náttúrupassa muni skila sér til uppbyggingar innviða ferðaþjónustunnar. Í umsögn samtakanna er bent á að kostnaður við að koma skattinum á og eftirlit með honum sé að öllum líkindum vanmetinn. „Að auki sé óljóst hvernig stjórnvaldssektir á erlenda ferðamenn muni skila sér í ríkissjóð. SA hafa miklar áhyggjur af alls kyns nýjum sköttum sem ríkisstjórnin undirbýr að leggja á atvinnulíf og almenning í landinu en tillögur um skattana hafa verið að koma fram undanfarna mánuði,“ segir í frétt á heimasíðu samtakanna.Í umsögn samtakanna er bent á að ríkið og stofnanir þess hafi heimildir til að leggja á alls kyns þjónustugjöld og að unnt sé að innheimta gjald fyrir bílastæði, heimreiðir, salerni, gestastofur og fleira í ríkari mæli en nú er gert. Sjálfsagt sé að fara yfir þessa gjaldtökuheimildir og hvernig þær geta nýst. „Almenn uppbygging innviða og styrking almenns öryggis verði enn um sinn fjármögnuð með beinum framlögum úr ríkissjóði og þá munu sívaxandi tekjur af enn fleiri ferðamönnum koma að góðum notum án þess að gripið sé til enn einnar skattlagningar eins og náttúrupassa. Við frekari vinnslu þessa máls er mikilvægt að hafa sem nánast samráð við ferðaþjónustuna og tryggja sem víðtækasta samstöðu um þá leið sem valin verður,“ segir í umsögn samtakanna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32
Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00