Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 13:20 Það var upp úr klukkan þrjú í nótt sem björgunarmenn á fimm snjóbílum gátu loks lagt upp vegna veðurofsans. mynd/landsbjörg Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. Það var upp úr klukkan þrjú í nótt sem björgunarmenn á fimm snjóbílum gátu loks lagt upp vegna veðurofsans og var áhersla lögð á að leita í öllum skálum á svæðinu sem leiddi til þess að konan, sem er liðlega þrítug, af erlendum uppruna en búsett hér, fannst í skálanum í Hvanngili, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem var í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. „Það fór bara vel um hana, hún leitaði sér bara skjóls þegar veðrið skall á og kom sér fyrir í skála. Það amaði svosem ekkert að henni,“ segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn. „Hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin. Hún var með nesti og gat í raun verið þarna í nokkra daga. Hún var með sérstakt staðsetningartæki en síðasta merkið frá henni barst á föstudeginum. Síðan heyrðist ekkert meira frá henni. Hún var aftur á móti í þeirri trú að hún væri að senda frá sér merki.“ Alls tóku 138 björgunarmenn þátt í leitinni á einn eða annan hátt. Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. Það var upp úr klukkan þrjú í nótt sem björgunarmenn á fimm snjóbílum gátu loks lagt upp vegna veðurofsans og var áhersla lögð á að leita í öllum skálum á svæðinu sem leiddi til þess að konan, sem er liðlega þrítug, af erlendum uppruna en búsett hér, fannst í skálanum í Hvanngili, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem var í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. „Það fór bara vel um hana, hún leitaði sér bara skjóls þegar veðrið skall á og kom sér fyrir í skála. Það amaði svosem ekkert að henni,“ segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn. „Hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin. Hún var með nesti og gat í raun verið þarna í nokkra daga. Hún var með sérstakt staðsetningartæki en síðasta merkið frá henni barst á föstudeginum. Síðan heyrðist ekkert meira frá henni. Hún var aftur á móti í þeirri trú að hún væri að senda frá sér merki.“ Alls tóku 138 björgunarmenn þátt í leitinni á einn eða annan hátt.
Veður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira