Svavar Atli tryggði Tindastól sigur og annað sætið í deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 21:58 Darrel Lewis átti flottan leik í liði Tindastóls í kvöld. Skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. vísir/ernir Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Svavar Atli Birgisson reyndist hetja Tindastóls í æsispennandi toppbaráttuleik gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 89-86, en með sigrinum tryggði Stólunum annað sætið í deildinni. Haukarnir eru í baráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar ein umferð er eftir. Leikurinn byrjaði mjög jafn og staðan eftir fyrsta leikhluta var hníjöfn 15-15. Heimamenn tóku við sér í öðrum leikhluta og voru níu stigum yfir þegar hálfleikurinn gekk í garð; 42-33. Leikurinn snerist svo við í þriðja leikhlutanum þar sem gestirnir úr Hafnarfirði minnkuðu hægt og rólega muninn. Staðan þegar þriðja leikhluta var lokið; 64-61 og ljóst að lokaleikhlutinn myndi vera æsispennandi. Tindastóll náði í lokaleikhlutanum meðal annars sjö stiga forystu og virtust ætla sigla þessu þægilega heim. Haukarnir voru ekki hættir og þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum var staðan jöfn 86-86. Stólarnir tóku leikhlé, stilltu upp fyrir Svavar Atla Birgisson sem negldi niður þrist þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiktímanum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en náðu ekki að koma skoti á körfuna og lokatölur 89-86 sigur Tindastóls. Hjá heimamönnum var það liðsheildin sem skilaði sigrinum. Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogaskálarnar, en Darrel Lewis var atkvæðamestur með fimmtán stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Helgi Freyr Margeirsson kom næstur með fjórtán stig. Kári Jónsson var frábær í liði Haukana og skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Alex Francis skilaði líka sínu en hann skoraði 21 stig, tók fjórtán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Tindastóll er búið að tryggja sér annað sætið í deildarkeppninni, en Haukarnir eru í harðri baráttu um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Þeir eru sem stendur í þriðja sæti með 24 stig - en Njarðvík sem er sæti neðar með jafn mörg stig og Stjarnan sem er tveimur sætum neðar með tveimur færri stig eiga bæði leik til góða.Tölfræði leiks:Tindastóll-Haukar 89-86 (15-15, 27-18, 22-28, 25-25)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 14, Helgi Rafn Viggósson 13, Myron Dempsey 13/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 12/4 fráköst, Darrell Flake 9/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6, Ingvi Rafn Ingvarsson 5/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0.Haukar: Kári Jónsson 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 21/14 fráköst, Haukur Óskarsson 17, Emil Barja 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11/12 fráköst, Kristinn Jónasson 1, Sigurður Þór Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Hjálmar Stefánsson 0, Helgi Björn Einarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01 Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 120-78 | Þórsarar niðurlægðir í Vesturbænum Deildarmeistarar KR rústuðu Þór Þorlákshöfn, 120-78, í DHL-höllinni í kvöld og sáu gestirnir aldrei til sólar. 8. mars 2015 00:01
Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. 8. mars 2015 20:47
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum