Segir veturinn langt frá því kaldan og á von á kaldari vetrum næstu ár Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2015 10:21 Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir þennan vetur langt frá því kaldan. Hins vegar hafa sunnan- og suðvestanáttir gert íbúum á Suður- og Vesturlandi lífið leitt. Vísir/Haraldur/Pjetur Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49
Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59
Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07