Lífið

Húsráð: Bættu uppþvottalegi í rúðupissið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Guðmundsson þekkir vel til í þessum málum.
Ólafur Guðmundsson þekkir vel til í þessum málum. vísir/hafþór
„Það er til einfalt ráð til að losna við tjöruna,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður félags íslenskra bifreiðaeiganda, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

Tjara sest mikið á þurrkublöðin og bílrúður á þessum árstíma og veldur ökumönnum oft óþægindum.

„Maður setur einfaldlega eina matskeið af einföldu uppþvottalegi á rúðupisskútinn, kannski í annað hvert skipti, sem myndar smá sápuhúð á rúðunni og kemur í veg fyrir að tjaran setjist á þurrkublöðin og rúðuna sjálfa.“

Ólafur segir þetta vera gamalt leigubílstjóratrikk.

„Þetta getur skipt verulegu máli akkúrat núna um þessari mundir, þar sem sólin er núna sem betur fer að skríða hærra en hún á það til að koma í augun á mönnum.


Tengdar fréttir

Húsráð Vísis: Snjallræði til að loka plastpokum

Plastpokatappi! Ýmsir kannast við þá þreyttu þraut að reyna að loka plastpoka en í honum er of mikið til að hægt sé með góðu móti að hnýta hnút. Hér er ráð við því.

Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma

Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu sem gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk.

Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus

Mikil gasmengun hefur mælst á Höfn í Hornafirði seinustu daga en gasmælir þar varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara Björk Sigurðardóttir fékk hins vegar hugmynd að nýjum gasmæli sem aldrei verður batteríslaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×