Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. mars 2015 20:13 EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni. Alþingi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
EES samningurinn er munaðarlaus og það stefnir íslenskum hagsmunum í hættu, að mati Sverris Hauks Gunnlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Hann segir starfsmannaeklu, fjársvelti og agaleysi valda mestu en Íslendingum hefur verið stefnt tuttugu og tvisvar sinnum fyrir samningsbrot frá árinu 2012, sem er met. Rætt var um stöðu og horfur EES-samningsins á málþingi í Háskóla Íslands í dag í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur aukna áherslu á að draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og efla EES-samninginn. „Menn eru svo vanir fjórfrelsinu á Íslandi, það að geta keypt vörur, keypt þjónustu og geta farið til útlanda í vinnu, að þeir halda að þetta sé allt bara til staðar. Að það þurfi ekki að halda utan um hlutina,“ segir Sverrir Haukur. „Það þarf að halda utan um hlutina því að við verðum að verja ákveðinn trúverðugleika okkar gagnvart bæði EFTA ríkjunum tveimur en ekki síður gagnvart þessum 28 ríkjum ESB,“ segir hann. „Að við stöndum ákvæði samningsins um tímalengdir og fleira, og fresti, og ef við erum aftast á merinni í sambandinu við innleiðingu þá auðvitað spyrst það út.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að innleiðingarhallinn snúist fyrst og fremst um reglugerðir. „Við höfum greint þennan innleiðingarhalla og hann lýsir sér fyrst og fremst í því að við höfum ekki gefið út reglugerðir,“ segir hann. „Ráðuneytin ráða ekki við það flóð af reglugerðum sem til þeirra streyma og gefa út reglugerðir til a uppfæra stöðu okkar innan EES-samningsins,“ segir Bjarni og bætir við að það sé vel leysanlegt mál. „Staða EES-samningsins að öðru leyti er ágæt.“ Hann segir að áhuginn á að uppfæra samninginn sé takmarkaður af hálfu Evrópusambandsins. „Það breytir því ekki að hann er skýr og allir aðilar sem að honum standa hafa framfylgt honum,“ segir Bjarni.
Alþingi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira