Ráðherra segist hvorki hygla kjördæmi sínu né ættingjum fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2015 19:15 Iðnaðarráðherra segist hvorki vera að hygla eigin kjördæmi né ættingjum fjármálaráðherra með ívilnanasamningi við Matorku. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir Matorku ekki treysta sér í þessa eins komma fjögurra milljarða fjárfestingu án ívilnana, sem séu mun minni en fullyrt hafi verið í umræðunni. Atvinnuveganefnd hefur nú frumvarp um ívilnanir til fyrirtækja til lokaafgreiðslu. En eftir að þau sjónarmið komu upp að samningurinn við Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi ætlar nefndin að skoða málið betur. Það er því algerlega óljóst hvenær nefndin afgreiðir málið til lokaumræðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar nauðsynlegt að skoða málið í ljósi þess hvort ívilnun til Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja í bleikjueldi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir samninginn við Matorku byggja á almennum reglum og sjálfsagt sé að nefndin skoði málið nánar. Vissulega komi til greina að setja takmarkanir í lögin sem yrðu þá að vera almennar. Nýlega hafi verð gagnrýnt að ekki hafi tekist að fá Apple til að byggja gagnaver á Íslandi. „Ef við gerum of háar og harðar takmarkanir á fyrir iðnað sem er starfandi fyrir í landinu gætum við t.d. misst af tækifærum í slíkum iðnaði,“ segir Ragnheiður Elín. Þá sé rangt að ívilnanir til Matorku geti orðið rúmar 700 milljónir. Þær geti mestar orðið um 425 milljónir auk allt að helmings af um 52 milljóna þjálfunarkostnaði fyrirtækisins. Allir samningar sem hún hafi gert byggi á almennum lögum nema sá sem fyrirrennari hennar Steingrímur J. Sigfússon gerði og hún undirritaði vegna Bakka. Þar hafi verið byggt á sérlögum.Þannig að það er ekki verið að hygla þarna fyrirtæki sem bæði hittist þannig á að er í þínu kjördæmi og er að hluta til í eigu ættingja fjármálaráðherra? „Svo sannarlega ekki og ég vil taka það skýrt fram að þær upplýsingar koma ekki inn á mitt borð. Ég vissi ekki hverjir ættu þetta fyrirtæki fyrr en ég las um það í fjölmiðlum,“ segir Ragnheiður Elín. En feðgarnir Einar Sveinsson og Einar Benediktsson frændur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eiga um 4 prósent í Matorku, að sögn Árna Páls Einarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Matorka stefni á og hafi leyfi fyrir framleiðslu á allt að þrjú þúsund tonnum af laxfiskum og bleikja verði aðeins hluti framleiðslunnar en mikil eftirspurn sé eftir henni. Í dag er heildarframleiðsla á bleikju í landinu 3.000 til 3.500 tonn á ári og eru Íslendingar ráðandi á heimsmarkaðnum. „Við hörmum það mjög hversu neikvæð umfjöllunin hefur orðið um þetta annars stórskemmtilega verkefni á Reykjanesinu. Sem mun veita 45 ný störf á þessu svæði þar sem vantar dálítið af atvinnu,“ Segir Árni Páll Einarsson. Ef önnur fyrirtæki í fiskeldi vilji fá ívilnanir vegna sinnar starfsemi geti þau sótt um hana rétt eins og Matorka hafi gert. Alþingi Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Iðnaðarráðherra segist hvorki vera að hygla eigin kjördæmi né ættingjum fjármálaráðherra með ívilnanasamningi við Matorku. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir Matorku ekki treysta sér í þessa eins komma fjögurra milljarða fjárfestingu án ívilnana, sem séu mun minni en fullyrt hafi verið í umræðunni. Atvinnuveganefnd hefur nú frumvarp um ívilnanir til fyrirtækja til lokaafgreiðslu. En eftir að þau sjónarmið komu upp að samningurinn við Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækja í bleikjueldi ætlar nefndin að skoða málið betur. Það er því algerlega óljóst hvenær nefndin afgreiðir málið til lokaumræðu. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar nauðsynlegt að skoða málið í ljósi þess hvort ívilnun til Matorku gæti skekkt samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja í bleikjueldi. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir samninginn við Matorku byggja á almennum reglum og sjálfsagt sé að nefndin skoði málið nánar. Vissulega komi til greina að setja takmarkanir í lögin sem yrðu þá að vera almennar. Nýlega hafi verð gagnrýnt að ekki hafi tekist að fá Apple til að byggja gagnaver á Íslandi. „Ef við gerum of háar og harðar takmarkanir á fyrir iðnað sem er starfandi fyrir í landinu gætum við t.d. misst af tækifærum í slíkum iðnaði,“ segir Ragnheiður Elín. Þá sé rangt að ívilnanir til Matorku geti orðið rúmar 700 milljónir. Þær geti mestar orðið um 425 milljónir auk allt að helmings af um 52 milljóna þjálfunarkostnaði fyrirtækisins. Allir samningar sem hún hafi gert byggi á almennum lögum nema sá sem fyrirrennari hennar Steingrímur J. Sigfússon gerði og hún undirritaði vegna Bakka. Þar hafi verið byggt á sérlögum.Þannig að það er ekki verið að hygla þarna fyrirtæki sem bæði hittist þannig á að er í þínu kjördæmi og er að hluta til í eigu ættingja fjármálaráðherra? „Svo sannarlega ekki og ég vil taka það skýrt fram að þær upplýsingar koma ekki inn á mitt borð. Ég vissi ekki hverjir ættu þetta fyrirtæki fyrr en ég las um það í fjölmiðlum,“ segir Ragnheiður Elín. En feðgarnir Einar Sveinsson og Einar Benediktsson frændur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra eiga um 4 prósent í Matorku, að sögn Árna Páls Einarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Matorka stefni á og hafi leyfi fyrir framleiðslu á allt að þrjú þúsund tonnum af laxfiskum og bleikja verði aðeins hluti framleiðslunnar en mikil eftirspurn sé eftir henni. Í dag er heildarframleiðsla á bleikju í landinu 3.000 til 3.500 tonn á ári og eru Íslendingar ráðandi á heimsmarkaðnum. „Við hörmum það mjög hversu neikvæð umfjöllunin hefur orðið um þetta annars stórskemmtilega verkefni á Reykjanesinu. Sem mun veita 45 ný störf á þessu svæði þar sem vantar dálítið af atvinnu,“ Segir Árni Páll Einarsson. Ef önnur fyrirtæki í fiskeldi vilji fá ívilnanir vegna sinnar starfsemi geti þau sótt um hana rétt eins og Matorka hafi gert.
Alþingi Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira