Ferðamenn ráfa um og týnast á Þingvöllum Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. mars 2015 15:48 Gríðarlega mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Þingvelli á degi hverjum. mynd/berglind sigmundsdóttir Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum eru í önnum við að leita uppi ferðamenn sem ekki skila sér í hópferðarútur sínar. Tvívegis hefur þurft að kalla út björgunarsveitir en í bæði skiptin höfðu ferðamennirnir villst og farið upp í rangar rútur. Eftir nokkurra klukkustunda leit fundust þeir á hótelum sínum. Einar Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, segir að unnið sé að vegvísum í þjóðgarðinum sem eigi að vera tilbúnir í vor. Ferðaþjónustuaðilar þurfi þó jafnframt að skerpa á samskiptum sínum við ferðamennina annars vegar og þjóðgarðinn hins vegar. Nær daglega þurfi að leita að fólki á svæðinu.Einar segist hafa áhyggjur af öryggi ferðamanna. „Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið.“Ferðamenn hreinlega skildir eftir „Það er ýmislegt sem spilar þarna inn í. Stundum eru rútur á vitlausum stað eða fólk villist. Svo hefur það gerst að ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl, en við höfum verið í samskiptum við ferðaþjónustuna vegna þessa,“ segir Einar og heldur áfram að lýsa hremmingum erlendra ferðamanna: „Síðan er það líka það að fólk gleymir sér, misskilur leiðsögumennina eða skilur þá ekki eða jafnvel áttar sig ekki nógu vel á aðstæðum. Fer á vitlaust bílastæði, skilja ekki fyrirmæli, hafa ekki heyrt þau eða einhverjir tungumálaörðugleikar.“„Ferðamenn hafa hreinlega verið skildir eftir og það gerðist í vetur. Þá fundust tveir ferðamenn við Almannagjá í hríðarbyl.“Aldrei eins margir villst Einar segir að aldrei hafi eins margir orðið vegvilltir í garðinum og nú en að það haldist í hendur við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Ákveðið verklagsferli fer af stað þegar ferðamenn týnast en að í lang flestum tilfellum leysist málin á staðnum. Hann segist þó hafa áhyggjur af öryggi gestanna og upplifun þeirra. „Það hefur auðvitað óhagræði í för með sér fyrir ferðaþjónustuna ef þeir tefjast. En maður hefur áhyggjur af þessu í þessari vetrarferðaþjónustu. Veðrið hefur verið sérstaklega óþægilegt í vetur. Það hafa verið sólarglennur og allt í góðu og svo dregur ský fyrir sólu og þá kannski kemur éljakóf og menn sjá ekki mikið,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43
Hrasaði og missti meðvitund á Þingvöllum "Íslensk náttúra er hörð og hrjóstrug. Ef menn fara út af sandræmunni eða stíga út á hraunið þá geta þeir dottið,“ segir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 25. febrúar 2015 16:35