Varnaðarorð varðandi sólmyrkvann Guðrún J. Guðmundsdóttir skrifar 17. mars 2015 21:17 Það hefur varla farið fram hjá neinum að tækifæri gefst til að horfa á sólmyrkva í vikulokin ef veður leyfir. Að mínu viti hefur ekki verið lögð nærri nógu mikil áhersla á hættuna sem er því samfara að horfa á sólmyrkva án sérstakra sólmyrkvagleraugna. Að vísu hafa öll grunnskólabörn fengið afhent slík gleraugu og öðrum gefst kostur á að kaupa þau á völdum stöðum. Viss hætta hlýtur samt að vera á því að einhverjir sem ekki hafa náð að útvega sér gleraugun í tæka tíð freistist til að kíkja aðeins á þetta margumrædda fyrirbæri og hvað með leikskólabörnin sem ef til vill eru úti að leik á meðan á sólmyrkvanum stendur? Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er að segja í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins með tilheyrandi sjónskerðingu. Til eru vægari útgáfur af augnbotnaskemmdum sem eru að vissu marki afturkræfar en oft verður þessi blindi blettur varanlegur og getur verið misstór, allt frá því að einn og einn stafur detti út úr orðum upp í algjört tap á lestrarsjón og skarpri sjón augans. Undirrituð hefur starfað sem augnlæknir á Vesturlandi í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hafa sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi, misstórir. Eftir hvern sólmyrkva sem sést hefur á þessu svæði hef ég séð minnst einn einstakling með varanlega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbúnaðar og hlýtur að mega gera ráð fyrir að þó nokkrir einstaklingar hafi hlotið augnskaða á landinu öllu. Ég vil því vara alla við að horfa á sólmyrkvann án tilskilins hlífðarbúnaðar. Það skal tekið fram að venjuleg sólgleraugu veita enga vörn í þessu tilfelli og því síður þrívíddargleraugu. Leikskólakennurum vil ég ráðleggja að halda börnunum inni á meðan á sólmyrkvanum stendur og sérstaklega vil ég beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun. Það þarf ekki að horfa á sólina í langan tíma til að valda óbætanlegum skaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að tækifæri gefst til að horfa á sólmyrkva í vikulokin ef veður leyfir. Að mínu viti hefur ekki verið lögð nærri nógu mikil áhersla á hættuna sem er því samfara að horfa á sólmyrkva án sérstakra sólmyrkvagleraugna. Að vísu hafa öll grunnskólabörn fengið afhent slík gleraugu og öðrum gefst kostur á að kaupa þau á völdum stöðum. Viss hætta hlýtur samt að vera á því að einhverjir sem ekki hafa náð að útvega sér gleraugun í tæka tíð freistist til að kíkja aðeins á þetta margumrædda fyrirbæri og hvað með leikskólabörnin sem ef til vill eru úti að leik á meðan á sólmyrkvanum stendur? Flestir kannast við að hægt er að valda bruna með því að beina sólargeislum í gegnum stækkunargler. Hið sama getur gerst í auganu þegar augasteinninn brýtur sólargeislana og beinir þeim í brennipunkt á sjónhimnu augans. Þar sem augað horfir beint í sólina getur því myndast brunagat á versta stað, það er að segja í miðgróf sjónhimnunnar og veldur það blindum bletti í miðju sjónsviðsins með tilheyrandi sjónskerðingu. Til eru vægari útgáfur af augnbotnaskemmdum sem eru að vissu marki afturkræfar en oft verður þessi blindi blettur varanlegur og getur verið misstór, allt frá því að einn og einn stafur detti út úr orðum upp í algjört tap á lestrarsjón og skarpri sjón augans. Undirrituð hefur starfað sem augnlæknir á Vesturlandi í tæpa þrjá áratugi og á þeim tíma hafa sést nokkrir sólmyrkvar á Íslandi, misstórir. Eftir hvern sólmyrkva sem sést hefur á þessu svæði hef ég séð minnst einn einstakling með varanlega sjónskerðingu eftir að hafa horft á sólmyrkvann án hlífðarbúnaðar og hlýtur að mega gera ráð fyrir að þó nokkrir einstaklingar hafi hlotið augnskaða á landinu öllu. Ég vil því vara alla við að horfa á sólmyrkvann án tilskilins hlífðarbúnaðar. Það skal tekið fram að venjuleg sólgleraugu veita enga vörn í þessu tilfelli og því síður þrívíddargleraugu. Leikskólakennurum vil ég ráðleggja að halda börnunum inni á meðan á sólmyrkvanum stendur og sérstaklega vil ég beina því til þeirra sem verða með stóra hópa barna að horfa á myrkvann að brýna fyrir þeim að horfa allan tímann í gegnum gleraugun. Það þarf ekki að horfa á sólina í langan tíma til að valda óbætanlegum skaða.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar