Fangelsismálastjóra hótað í heitri umræðu um fangelsun bankamanna Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 16:14 Umræðan í tengslum við fangelsun bankamanna hefur reynst heit og í Pál Winkel hringja nafnlausir aðilar og hafa í hótunum. Páll Winkel fangelsismálastjóri má jafnvel sæta hótunum vegna tilfinningaþrunginnar umræðu um aðbúnað fanga, en í umræðunni hefur því verið haldið fram að föngum sé mismunað. Hann fær nú fjölda pósta og hringinga þar sem nafnlausir aðilar fara mikinn. Fangar hafa það almennt á tilfinningunni að bankamenn sem nýverið hafa hafið afplánun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson, fái sérmeðferð. Páll segir þetta af og frá.Miklar tilfinningar í spilinu Vísir ræddi við Pál vegna málsins og spurður segir hann þetta ekki erfiða umræðu í sjálfu sér. „Nei, það sem er erfitt er að fólk hefur miklar skoðanir á þessum málaflokki og ekki allir málefnalegir í framgöngu sinni. Og eðli máls miklar tilfinningar í tengslum við stór mál. Við fáum býsna mikla ágjöf, þegar áberandi mál eru í gangi. Aftur, það eina sem við getum gert er að vinna hlutina eftir tilskyldum reglum. Við ættum ekki möguleika að gera þetta að eigin geðþótta. Engu slíku er til að dreifa. Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“ Og blaðamaður Vísis getur staðfest að umræðan er heit, þannig hefur þurft að fjarlægja heiftúðug ummæli af athygasemdakerfi við fréttaflutning af þessum málum, og ágætt að nota tækifærið og hvetja til málefnalegrar umræðu um þennan mikilvæga og viðkvæma málaflokk.Tekur ekki þátt í nornaveiðumEn, nú liggur fyrir að fangar hafa þetta á tilfinningunni? „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum. Punktur.“ Páll segir að sér hafi að undanförnu borist fjölmörg erindi, póstar, hringingar, nafnlaust og undir sérkennilegum nöfnum. Og hafa þá þessir aðilar í hótunum við þig? „Jahhh, við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við.“Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í HegningarhúsinuEn, þar sem er reykur, þar er eldur, segir máltækið þannig að Vísir fór þess á leit við Pál að hann færi yfir tölfræðina í málinu. Hann sagði það auðsótt. „Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í Hegningarhúsinu og að tilteknum tíma liðnum farið í afplánun í opið fangelsi. Af þessum 154 föngum voru 45 dómþolar sem áður höfðu afplánað fangelsisrefsingu í fangelsi, sem sagt 109 voru í sinni fyrstu afplánun,“ segir Páll og hann sendi blaðamanni Vísis meðfylgjandi töflu máli sínu til stuðnings. Hún sýnir hve lengi síðarnefndi hópurinn (þeir sem voru í 1. afplánun) var i Hegningarhúsinu áður en hann fór í opið fangelsi: 10 dagar = 63 fangar 11-20 dagar = 20 fangar 21-30 dagar = 11 fangar 31-40 dagar = 7 fangar 41-50 dagar = 1 fangi 51-60 dagar = 2 fangar 61-70 dagar = 4 fangar 71-80 dagar = 0 fangi 81-90 dagar = 1 fangiTölurnar tala sínu máli Páll segir að meðaltalið sé 14,84 dagar, eða 15 dagar. „Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga eiga fangar þess kost að vinna sig upp í afplánun enda sýni þeir af sér góða hegðan. Til dæmis má taka dómþola sem dæmdur hefur verið í 5 ára fangelsisrefsingu, það er ef framganga hans í afplánun ef lögbundin skilyrði eru uppfyllt.“ Og fangelsismálastjóri heldur áfram að rekja það sem hann segir óhrekjandi staðreyndir málsins og sendi blaðamanni meðfylgjandi gögn, sem mega heita upplýsandi:Miðað við reynslulausn að afplánuðum helmingi myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 18 mánuðir (lokað/opið fangelsi). Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir. Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir.Miðað við reynslulausn að afplánuðum 2/3 hlutum refsingar myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 28 mánuðir (lokað/opið fangelsi) Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir Á þessu tímabili (2008-2014) hlutu u.þ.b. 70 % fanga reynslulausn annað hvort eftir helming afplánunar eða 2/3 hluta afplánunar, þar af stærri hlutinn að afplánuðum helmingi. Alþingi Tengdar fréttir Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39 Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Fyrrverandi forstjóri Kaupþings var niðurdreginn að sjá þegar hann mætti nú fyrir stundu á Kvíabryggju. 12. mars 2015 13:40 Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri má jafnvel sæta hótunum vegna tilfinningaþrunginnar umræðu um aðbúnað fanga, en í umræðunni hefur því verið haldið fram að föngum sé mismunað. Hann fær nú fjölda pósta og hringinga þar sem nafnlausir aðilar fara mikinn. Fangar hafa það almennt á tilfinningunni að bankamenn sem nýverið hafa hafið afplánun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson, fái sérmeðferð. Páll segir þetta af og frá.Miklar tilfinningar í spilinu Vísir ræddi við Pál vegna málsins og spurður segir hann þetta ekki erfiða umræðu í sjálfu sér. „Nei, það sem er erfitt er að fólk hefur miklar skoðanir á þessum málaflokki og ekki allir málefnalegir í framgöngu sinni. Og eðli máls miklar tilfinningar í tengslum við stór mál. Við fáum býsna mikla ágjöf, þegar áberandi mál eru í gangi. Aftur, það eina sem við getum gert er að vinna hlutina eftir tilskyldum reglum. Við ættum ekki möguleika að gera þetta að eigin geðþótta. Engu slíku er til að dreifa. Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“ Og blaðamaður Vísis getur staðfest að umræðan er heit, þannig hefur þurft að fjarlægja heiftúðug ummæli af athygasemdakerfi við fréttaflutning af þessum málum, og ágætt að nota tækifærið og hvetja til málefnalegrar umræðu um þennan mikilvæga og viðkvæma málaflokk.Tekur ekki þátt í nornaveiðumEn, nú liggur fyrir að fangar hafa þetta á tilfinningunni? „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum. Punktur.“ Páll segir að sér hafi að undanförnu borist fjölmörg erindi, póstar, hringingar, nafnlaust og undir sérkennilegum nöfnum. Og hafa þá þessir aðilar í hótunum við þig? „Jahhh, við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við.“Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í HegningarhúsinuEn, þar sem er reykur, þar er eldur, segir máltækið þannig að Vísir fór þess á leit við Pál að hann færi yfir tölfræðina í málinu. Hann sagði það auðsótt. „Frá árinu 2008 hafa 154 fangar hafið afplánun í Hegningarhúsinu og að tilteknum tíma liðnum farið í afplánun í opið fangelsi. Af þessum 154 föngum voru 45 dómþolar sem áður höfðu afplánað fangelsisrefsingu í fangelsi, sem sagt 109 voru í sinni fyrstu afplánun,“ segir Páll og hann sendi blaðamanni Vísis meðfylgjandi töflu máli sínu til stuðnings. Hún sýnir hve lengi síðarnefndi hópurinn (þeir sem voru í 1. afplánun) var i Hegningarhúsinu áður en hann fór í opið fangelsi: 10 dagar = 63 fangar 11-20 dagar = 20 fangar 21-30 dagar = 11 fangar 31-40 dagar = 7 fangar 41-50 dagar = 1 fangi 51-60 dagar = 2 fangar 61-70 dagar = 4 fangar 71-80 dagar = 0 fangi 81-90 dagar = 1 fangiTölurnar tala sínu máli Páll segir að meðaltalið sé 14,84 dagar, eða 15 dagar. „Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga eiga fangar þess kost að vinna sig upp í afplánun enda sýni þeir af sér góða hegðan. Til dæmis má taka dómþola sem dæmdur hefur verið í 5 ára fangelsisrefsingu, það er ef framganga hans í afplánun ef lögbundin skilyrði eru uppfyllt.“ Og fangelsismálastjóri heldur áfram að rekja það sem hann segir óhrekjandi staðreyndir málsins og sendi blaðamanni meðfylgjandi gögn, sem mega heita upplýsandi:Miðað við reynslulausn að afplánuðum helmingi myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 18 mánuðir (lokað/opið fangelsi). Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir. Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir.Miðað við reynslulausn að afplánuðum 2/3 hlutum refsingar myndi afplánun hans vera eftirfarandi: Afplánun í fangelsi 28 mánuðir (lokað/opið fangelsi) Afplánun á áfangaheimili 7 mánuðir Afplánun undir rafrænu eftirliti 5 mánuðir Á þessu tímabili (2008-2014) hlutu u.þ.b. 70 % fanga reynslulausn annað hvort eftir helming afplánunar eða 2/3 hluta afplánunar, þar af stærri hlutinn að afplánuðum helmingi.
Alþingi Tengdar fréttir Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39 Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Fyrrverandi forstjóri Kaupþings var niðurdreginn að sjá þegar hann mætti nú fyrir stundu á Kvíabryggju. 12. mars 2015 13:40 Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27 Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. 9. mars 2015 13:39
Hreiðar Már mættur til afplánunar á Kvíabryggju Fyrrverandi forstjóri Kaupþings var niðurdreginn að sjá þegar hann mætti nú fyrir stundu á Kvíabryggju. 12. mars 2015 13:40
Þvertekur fyrir að Ólafur fái sérmeðferð Páll Winkel fangelsismálastjóri segist bundinn að lögum og reglum og að hann hafi ekki áhuga á að veita neinum sérmeðferð. 25. febrúar 2015 14:27
Fangar telja Ólaf Ólafsson fá sérmeðferð Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelld efnahagsbrot, er nú þegar kominn í afplánun í fangelsinu að Kvíabryggju eftir tveggja daga dvöl í Hegningarhúsinu. 26. febrúar 2015 07:00