Heilsugæslustöðin í Ólafsvík rýmd vegna snjóþunga í Tvísteinahlíð Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2015 15:44 Heilsugæslustöðin í Ólafsvík. Vísir/Aðsend „Þetta var í raun snemmbær lokun á vinnustaðnum,“ segir Harpa Grímsdóttir, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, um lokun á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Harpa segir lögregluna í Ólafsvík hafa kallað eftir því að heilsugæslustöðinni yrði lokað fyrr en venjulega vegna snjóköggla sem höfðu fallið úr hlíðinni fyrir ofan heilsugæslustöðina. „Það er því ekki formlegt óvissustig eða hættustig í gildi en það verður bara endurskoðað eftir því sem fram líður,“ segir Harpa. Hún segir grindur í hlíðinni eiga að varna því að stór fleki geti fallið og valdið tjóni. „Þessi hús þarna eru varin af þessum varnarvirkjum. Þarna uppi hafði safnast svolítið mikill snjór í dag og þegar hlýnaði byrjuðu að rúlla kögglar úr þessu. Húsið er nálægt hlíðinni og því ekki þægilegt að hafa vinnustaðinn opinn við þannig skilyrði,“ segir Harpa. Hún segir fjölbýlishús fyrir neðan heilsugæslustöðina en varnarvirkin í hlíðinni eiga líka að verja þau. „Grindurnar virka þannig að þær hindra það að stór fleki geti farið af stað í hlíðinni, öfugt við varnargarða sem eiga að stöðva flóð þegar þau eru farin af stað,“ segir Harpa. Í mars árið 1995 féll sjóflóð á heilsugæslustöðina og rýmdu 63 íbúar hús sín í kjölfarið. Flóðið fór inn um glugga heilsugæslustöðvarinnar og varð mikið tjón af því. Árið 1984 féll einnig snjóflóð að heilsugæslustöðinni á meðan hún var í byggingu. Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Þetta var í raun snemmbær lokun á vinnustaðnum,“ segir Harpa Grímsdóttir, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, um lokun á heilsugæslustöðinni í Ólafsvík. Harpa segir lögregluna í Ólafsvík hafa kallað eftir því að heilsugæslustöðinni yrði lokað fyrr en venjulega vegna snjóköggla sem höfðu fallið úr hlíðinni fyrir ofan heilsugæslustöðina. „Það er því ekki formlegt óvissustig eða hættustig í gildi en það verður bara endurskoðað eftir því sem fram líður,“ segir Harpa. Hún segir grindur í hlíðinni eiga að varna því að stór fleki geti fallið og valdið tjóni. „Þessi hús þarna eru varin af þessum varnarvirkjum. Þarna uppi hafði safnast svolítið mikill snjór í dag og þegar hlýnaði byrjuðu að rúlla kögglar úr þessu. Húsið er nálægt hlíðinni og því ekki þægilegt að hafa vinnustaðinn opinn við þannig skilyrði,“ segir Harpa. Hún segir fjölbýlishús fyrir neðan heilsugæslustöðina en varnarvirkin í hlíðinni eiga líka að verja þau. „Grindurnar virka þannig að þær hindra það að stór fleki geti farið af stað í hlíðinni, öfugt við varnargarða sem eiga að stöðva flóð þegar þau eru farin af stað,“ segir Harpa. Í mars árið 1995 féll sjóflóð á heilsugæslustöðina og rýmdu 63 íbúar hús sín í kjölfarið. Flóðið fór inn um glugga heilsugæslustöðvarinnar og varð mikið tjón af því. Árið 1984 féll einnig snjóflóð að heilsugæslustöðinni á meðan hún var í byggingu.
Veður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira